Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 71

Andvari - 01.01.1947, Page 71
ANDVARI Við Oddastað 67 Hjálmar við Eyjafjörð, Jónas Hallgrímsson í Eyjafirði, Stein- grímur Thorsteinsson á Snæfellsnesi, Matthías Jochumsson við Breiðafjörð, Benedikt Gröndal og Grímur Thomsen á Álfta- nesi, Kristján Jónsson í Norður-Þingeyjarsýslu, Hannes Haf- stein í Eyjafirði, Einar Benediktsson í Þingeyjarsýslu, Páll ólafsson á Austurlandi, Stephan G. Stephansson i Skagafirði, Þorsteinn Erlingsson og Guðmundur Guðmundsson i kljóts- hlíð, Þorsteinn Gíslason á Austurlandi, Stefán frá Hvítadal í Dölum, Davíð Stefánsson í Eyjafirði og Tómas Guðmunds- son í Árnesþingi. Af þingeyskum skáldum, sem dvöldust heima í átthögum sínum að kalla má alla ævi, má nefna Þor- gils gjallanda, Guðmund Friðjónsson, Sigurð Jónsson, Indriða Þorkelsson og Unni Benediktsdóttur. Ef litið er á skaldsagna- höfunda, fæddust Jón Thoroddsen og Gestur Pálsson við Breiðafjörð, Einar Kvaran í Húnaþingi, Þorgils gjallandi í Mývatnssveit, Jón Trausti í Norður-Þingeyjarsýslu, Guð- mundur Hagalín á Vestfjörðum, Halldór Laxness í Mosfells- sveit og Kristmann Guðmundsson í Borgarfirði. Leikritaskáldin fndriði Einarsson og Jóhann Sigurjónsson eru fæddir og uppaldir í Skagafirði og Þingeyjarsýslu. Auk Jóhanns Sigur- jónssonar liafa numið land erlendis Jónas Guðlaugsson frá Breiðafirði, Guðmundur Kamban frá Vestfjörðum og Gunnar óunnarsson úr Vopnafirði. Um málara, myndhöggvara og húsameistara er hið sama að segja. Sigurður Guðmundsson málari var Skagfirðingur. Einar Jónsson og Ásgrímur Jóns- son Árnesingar, Kjarval og Guðjón Samúelsson Skaftfellingai, ’fón Stefánsson Skagfirðingur, Ríkarður Jónsson Austfirðingur °g Gunnlaugur Blöndal Húnvetningur. Þá hafa flestir leiðtogar þjóðarinnar í fræðimennsku og vís- indum komið úr skauti byggðanna. Jón Sigurðsson, Guðbrand- ni' Vigfússon, Þorvaldur Thoroddsen, Ólafur Lárusson, Trausti Einarsson og Björn Guðfinnsson eru Vestfirðingar. Björn Ólsen, Guðmundur Magnússon, Sigurður Nordal, Jón Eyþórs- son og Jón Jóhannesson úr Húnaþingi. Sigurður Þórarinsson er Vopnfirðingur. Stefán Stefánsson, Páll Briem, Gunnlaugur ólaessen, Magnús Jónsson og Pálmi Hannesson Skagfirðingar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.