Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 81

Andvari - 01.01.1947, Page 81
ANDVARI Við Oddastað 77 gert mikið af æsku landsins þreytt á bókum og bóknámi og um leið valdið vanrækslu og hirðuleysi um meðferð móður- málsins. En svo mjög sem ýmsum forystumönnum uppeldis- málanna hefur mistekizt fram að þessu, þá er hættan marg- föld, sem yfir vofir að þessu leyti, ef framkvæmd verður i meginatriðum skólalöggjöf sú, er Alþingi samþykkti 1946. En að vissu leyti er þó ávinningur að samþykkt þessarar lög- gjafar, því að hún stækkar og margfaldar megingalla undan- genginnar þróunar. En vegna óhófslegs tilkostnaðar við hina nýju skólalöggjöf og mörg missmíði neyðir hún þjóð og þing til að taka allt málið til endurslcoðunar og gerbreytingar frá því, sem nú er. Allar aðgerðir til úrhóta í þeim efnum verður að hyggja á því að gera námsþreytuna útlæga úr uppeldi þjóð- arinnar, en láta í stað þreytu koma vakandi áhuga á móð- urmálinu og fegurð í hegðun og sambúð mannanna. Vandinn i þessum efnum er ekki ýkjamikill. íslendingar fundu fyrir mörg hundruð árum í Odda og Haukadal, í Skálholti og á Hólum hina réttu leið. Heimili og skóli unnu þar sainan í órjúfandi heild. Framleiðslustörf, íþróttir og bóknám þarf að fylgjast að, þegar á að skapa æskilega framtíðarhorgara i hinu endurreista þjóðveldi. Þeir ágallar, sem nú eru á uppeldi íslendinga, og þær um- bætur, sein þarf að gera, verða ekki skýrðar í lítilli tímarits- grein. Hér er aðeins drepið á nokkur atriði í því skyni að hvetja menn til að hefja umræður og athuganir á núverandi astandi og hvernig taka skuli á málinu. Þurfa margir menn að Ieggja hönd á plóginn, ef vel á að fara. Til þess að inna ;d hendi fyrir mitt leyti þessa þegnskyldu hef ég í huga að rita rmkkuð ýtarlega ritgerð um íslenzk uppeldismál í sérstaka bók: „Heimili og skóli“. Verða þar gerðar tillögur um mjög al- hliða breytingar á uppeldisskipulagi landsins og viðhorfi bjóðfélagsins til hinnar uppvaxandi kynslóðar. Ég mun leitast Vlð að sanna, að þó að jjjóðin þurfi marga skóla og með marg- vislegu sniði, þá verði samt að gera skipulagið allt einfaldara líkara hinu forna heimilisuppeldi. Börn eiga ekki að vera 1 skóla í skammdeginu, nema meðan dagsbirta er. Það á ekki

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.