Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 87

Andvari - 01.01.1947, Side 87
ANDVARI Líffræði og' iæknisfræði 83 krafa í rotnandi efnum, var bakteríufræðingurinn engu betur á vegi staddur en stærðfræðingur mundi vera, ef samtalan af 2 og' 2 breyttist eftir þvi, hvernig viðraði. Þessi uppgötvun er áreiðanlega mikilvægust allra, sem nokkurn tíma hafa verið gerðar, til þess að hafa hemil á sjúk- dómum og koma í veg' fyrir þá, því að hún er sá grundvöllur, sem allar opinberar heilbrigðisráðstafanir nú á dögum eru reistar á. Uppgötvanir Pasteurs höfðu nálega undireins hagnýtar fram- farir í för með sér. Lister, slcurðlæknir í London, var fljótur á sér að hagnýta þær. Hann notaði karbólsýrublöndu í stór- um stíl bæði á sjálfan sig og sjúklingana, rúmfötin, gólfið og veggina, og með því móti tókst honum að lækka dánartöluna að miklum mun. Magnaður barnsfarasóttarfaraldur geisaði um Norðurálfu alla 18. öldina. Skáldið Oliver Wendell Holmes sagði, að barnsfarasóttin væri smitandi og að læknar og ljósmæður bæru hana milli sængurkvennanna með óhreinum höndum sínum. Margir læknar reiddust þessum áburði, og þessu var lítt sinnt. Seinmelweis í Vín varð fyrstur til að ráða niður- lögum barnsfarasóttarfaraldra í spítölum og sanna, að jafnvel hendur mestu snyrtimenna eru ekki ávallt hreinar. Hitt er i minni margra núlifandi manna, að í stað hinna róttækn sótt- varnaraðgerða Listers var tekin upp gerilsneyðing umbúða og annars, er kom við sár eða var í nánninda við þau, og að læknar tóku að vanda enn betur handaþvott sinn á undan skurðaðgerð en eftir. Svo sem 20 árum eftir að Pasteur sannaði, að sýltlar væru valdir að sumurn sjúkdómum, og gekk til fulls milli bols og höfuðs á kenningunni um sjálfskviknun, fann Robert Koch aðferðir til að greina sundur og rannsaka sérstakar tegundir sýkla, og síðan rak hver uppgötvunin aðra með undraverðum hraða. Samt leið enn langur tíini, unz líffræðingum og efna- fræðingum varð auðið að byrja að hnýsast í einkamál hinna hrekkjóttu og dularfullu huldusýkla, og miklar framfarir hafa ekki orðið í þeirri grein fyrr en á allra síðustu tímum.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.