Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 90

Andvari - 01.01.1947, Page 90
86 Sigurjón Jónsson ANDVARl Mörgum áratugum síðar lagði Pasteur grundvöllinn að ónæmisfræði nýrri tíma, er hann sýndi, að unnt er að veikla sóttvalda svo mjög með ýmsum ráðum, að þeir hætta að geta valdið alvarlegum sjúkdómum, en halda áfram að örva ónæmi á horð við það, er myndast í afturbata eftir sömu sjúkdóma. Ónæmisfræðin ruddi brautina til þekkingar á þeim aðferðum, sem náttúran notar til að berjast gegn næmum sjúkdómum, að sínu Ieyti eins og bakteríufræðin opnaði Ieiðina ti) þekk- ingar á orsökum þeirra og útbreiðsluhætti. Það, sem ónæmisfræðin hefur lagt af mörkum til þess að koma í veg fyrir næma sjúkdóma og lækna þá, er svo marg- víslegt, að hér er ekki unnt að drepa nema á fátt eitt af því. Nefna má þá aðstoð við greiningu sjúkdóma, sem fa'st með berklaprófun á mönnum og nautgripum, Schicks prófun á barnaveikinæmi, ýmsum ofnæmisprófunum og mörgum öðr- um prófunum, sem oflangt yrði að telja. Meðal þeirrar aðstoðar við lækningar, sem sótt er til ó- næmisfræðinnar, má nefna mótefnagjafir við barnaveiki, skarlatssótt, stjarfa og mörgum öðrum sjúkdómum, sem oft eru svo áhrifaríkar, að það má heita glæpsamleg vanræksla að nota þær ekki; nefna má og notkun blóðvatns í lungna- bólgu, heilasótt, miltisbrandi og mislingum og nöðrueiturs- inótefni, er einatt bjargar frá bráðum bana þeiin, er verða fyrir höggormsbiti. Til dæmis um hjálp ónæmisfræðinnar til að lcoma í veg fgrir næma sjúkdóma iná nefna hinn dásamlega árangur, sein fæst af bólusetningum gegn taugaveiki, barnaveiki og gulri hitasótt. Á síðustu árum hefur einnig tekizt að búa til varnarefni gegn lúsatyfus. Er sú sótt að sumu leyti ekki ó- svipuð taugaveiki, en margfalt skæðari þó; bera lýs sýklana, er henni valda, milli manna, og bendir nafnið á þetta hvorl tveggja. Hefur þessi sótL jafnan valdið hinum mesta usla á ófriðartímum, þangað til í heimsstyrjöldinni síðari. í henni hafa drápstæki þau, er menn búa til, verið margfalt skæðari en nokkru sinni fyrr, en efalaust er talið, að sjúkdómavarnir nú hafi gert meira en að vega á móti því. í öllum styrjöldum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.