Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 93

Andvari - 01.01.1947, Page 93
ANDVARI Líffræði og læknisfræði 89 og hvernig vér nýtum fæðuna. Ef tekinn er fremri hluti heila- dinguls úr hýÖisormi, breytist hann úr herskáu bardagadýri í tístandi heigul, en snýst aftur í fyrra horf, ef dælt er í hann heiladingulsafa. Ef prólaktíni er dælt í rottur, sem áður voru gjörsneyddar móðurtilfinningum, fyllast hær svo af móður- legri ástúð, að þær taka jafnvel dúfuunga til fósturs, í stað þess að eta þá. Það er nógu gaman að velta því fyrir sér, hvort það væri ekki heppilegra að dæla prólaktíni í einvalds- harðstjóra en að taka þá af lifi. Vakar þeir, sem vakakirtlarnir brugga, örva sumir lífsstörf- in, en aðrir draga úr hraða þeirra, og þeir hafa svo flókin áhrif hver á annan, að það á enn langt í land, að vér kunnum svo góð tök á þeim, sem bezt má verða. Þótt ekki séu nema rúmlega 50 ár frá uppruna vakafræðinnar, hefur samt notkun vakanna þegar valdið byltingu í læknismeðferð sumra sjúkdóma og veitt nýja innsýn í mörg atriði lífeðlisfræðinnar, svo sem hraða efnaskiptanna, bruna sykursins, blóðþrýstinginn, óreglu á tíð- um kvenna, kynvillu, æxlunartruflanir, sálrænar truflanir og offitu. Annan mikilsverðan skerf hefur líffræðin lagt af mörkum við læknisfræðina, þar sem næringarfræðin er. Hér verður uð fara fljótt yfir sögu, en minnast verður þó á nýja aðferð til lífeðlisfræðilegra rannsókna: rafeindir, sem gerðar eru geisl- andi og notaðar til að sýna sameindir, sem þær eru í. Með henni hefur fundizt, að jafnvel þær sameindir í líkamanum, svo sem í beinum, tönnum og fitu, sem taldar hafa verið til- tölulega varanlegar, eru sí og æ að sundrast og nýjar að koma 1 þeirra stað. Líkaminn breytist enn örar en ætlað var. Merkilegasta uppgötvunin i næringarfræðum önnur en fund- ui' vakanna og honum hliðstæð að mikiívægi fyrir velfarnan niannkynsins var uppgötvun fjörefnanna (vitamina). Lifnað- arhættir manna hafa hreylzt margvíslega síðan í forneskju, ekki sízt mataræðið. Jafnframt því, sem akuryrkja og menning þróuðust, varð maturinn fábreyttari, en meðferð hans og til- húningur breytilegri. Menn tóku að lifa meir á kornmat en áður var og sjóða hann. Seinna tóku menn upp á að fleygja þeim

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.