Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 95

Andvari - 01.01.1947, Side 95
ANDVABI Liffræði og læknisfræði 91 sjúkdómavarna voru gerðar á þeim öldum, er menn trúðu, að illir andar væru valdir að sjúkdómum, því að það var eðli- leg ályktun, að úr því að auðið væri að reka djöfla úr sjúk- lingum, mætti og takast að verja þeim inngöngu. Þegar vessa- kenningin kom til sögunnar, gleymdust sjúkdómavarnir ná- iega með öllu, því að engan óraði fyrir því, hvernig unnt væri að lialda „vessunum" í réttum hlutföllum. Fyrirgirðing sjúk- dóma er ein grein líffræðinnar, og er þ. á m. allt, er lýtur að viðskiptum líkamans við aðrar lífverur, t. d. rottur, flugur, lýs, orma, angalýjur, bakteríur og huldusýkla. Nú á tímum hvílir fyrirgirðing sjúkdóma á þrem meginstoð- um: 1. Viðhaldi eðlilegs viðnámsþróttar með almennum heilsuverndarráðstöfunum, þar á meðal með hæfilegri tempr- un vakastarfs og nægri og góðri fæðu. 2. Örvun ónæmis gegn sérstökum sjúkdómum. 3. Vörnum gegn því, að sýklar komist i líkamann frá öðrum mönnum eða hryggdýrum og úr fæðu, vatni eða lofti og af völdum skordýra. Frumdrættirnir í því, er fyrst var talið, hafa verið mönnum lengi kunnir, en skammt er siðan tókst að fylla út þá umgerð að verulegu leyti, er uppgötvaðir voru vakar og fjörefni og mikilvægi steinefna fæðunnar, og hefur þess áður verið getið. Bent hefur og verið á hér á undan, að í mörgum næmum sótt- um sýkjast ekki nema fáir af öllum þeim, sem í smithættu eru. Það, sem úr sker þar, er annars vegar, hve stórir skammtar af sýkluin komast í mann, hins vegar viðnámsþróttur hans gegn þeim. Því meiri sem viðnámsþróttur hans er, því stærri sýklaskammt getur hann þolað. Önnur stoðin, sem rennur undir sjúkdómavarnir, er sú örvun onæmis, er menn fá lil vegar komið og þegar hefur verið rætt um. Hún kemur að mjög miklum notum til varnar gegn bólu- sott, barnaveiki, stjarfa, vatnsæði (rabies), taugaveiki og mörg- um fleiri sjúkdómum. Um þriðju stoðina, er sjúkdómavarnirnar hvíla á — sótt- varnir í þröngum skilningi —, hefur enn lítið verið rætt hér, en þar hafa orðið stórkostlegar framfarir á skömmum tíma. Vatnsdælan í Breiðstræti í London er fræg úr sögu heilsufræð-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.