Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 9

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 9
á þessum býsnum, var verkinu að fullu lokið — og eftir að þau höfðu hlaupið og leikið sér um salinn góða stund, fór Jóhannes út. Rétt á eftir kom töfra- maðurinn, faðir hans, skimandi inn í salinn, og brá honum heldur en ekki í brún, er hann sá, að allt hafði verið gert eins og hann lagði fyrir. Hann gaf nú Maríu góðan mat að borða og vísaði henni svo til svefns í höllinni. Daginn eftir blandaði hann saman tvöfalt meira af korni og hveiti en daginn áður — því honum var það hugfró að angra Maríu litlu vegna svikatilrauna föður hennar. En fyrir fulltingi Jóhannesar, vinar hennar, tókst henni að láta líta svo út sem hún hefði sjálf komið öllu í röð og reglu á tilsettum tíma. Töframaðurinn varð allreiður út af ,,bragðfimi“ stúlk- unnar. Hann sleit hár úr skeggi sínu, beit þau í sundur og blés þeim út á gólfið, þar sem þau urðu jafnóðum að smáhöggormum, er þyrptust utan um Maríu. En af því Jóhannes hafði ráðlagt henni að syngja, ef henni dytti í hug að gráta vegna hræðslu við eitthvað, þá notaði hún nú það ráð — en ormarnir, sem aldrei höfðu heyrt jafn yndislega söngrödd, tóku nú að leika sér í kringum Maríu, í stað þess að gera henni mein. Töframaðurinn varð nú allforviða, er hann sá, að jafnvel blóðþyrst dýrin létu stúlkuna óáreitta, og þess vegna sagði hann: „Það eru allar líkur til þess, að það sé töluvert í þig varið, litla norn, og í rauninni kemur það sér vel, því ég hafði mikið fyrir því að ná þér, og svo hef ég líka nóg handa þér að gera. Höllin hérna er orðin allt of þröng — og áður en sól er sigin í sæ annað kvöld, skaltu hafa lokið við að byggja handa mér helm- ingi stærri höll. Verði verkinu ekki lokið í tæka tíð, kemst þú ekki hjá mjög strangri refsingu. Töframaðurinn fór sína leið, en María sat eftir kvíða- full, því hún þóttist viss um það, að nú mundi Jóhann- esi verða alveg um megn að hjálpa henni. „Eitthvað verðum við að taka til bragðs," sagði Jó- hannes, þegar María tjáði honum tíðindin. Og nú fór hann burt í skyndi og kom að vörmu spori aftur og hafði með sér töfrahljóðpípu föður síns, því hann gat ekki neitað sér um að taka hana traustataki, Maríu litlu til hjálpar, úr því hann á annað borð kunni að nota hana og vissi hvar hún var geymd. Og nú blés hann í pípuna — en í sama bili þusti að þeim stór hópur af fjöriyndum og sterkbyggðum dvergum. Jó- hannes skýrði þeim frá, hvað faðir hans hafði heimtað af Maríu litlu, og spurði þá um leið, hvort þeir treyst- ust til að byggja helmingi stærri höll fyrir sólarlag daginn eftir. En dvergarnir hristu allir hin gráskeggj- uðu höfuð sín, töldu slíkt alómögulegt. „Hvernig eigum við þá að fara að?“ sagði María angurvær. Dvergarnir þögðu. „Já, hvað eigum við til bragðs að taka? Verið nu vænir og gefið okkur góð ráð, dvergar litlu,“ sagði Jó- hannes og leit yfir hópinn. „Væri ég í ykkar sporum, þá hlypi ég á burtu héð- an,“ sagði einn dverganna. „Já, og ég segi sama!“ sagði annar. „Hlaupið þið á burt bæði tvö,“ sögðu svo allir dvergarnir í einu hljóði og hentust á burt í skyndi. Þau Jóhannes og María tóku nú saman ráð sín 1 hasti og urðu ásátt um að fara að ráðum dverganna og flýja. Jóhannes stakk á sig töfrapípu föður síns oQ síðan fóru þau af stað og hlupu við fót áleiðis heim til föðurhúsa Maríu litlu. Allt gekk vel í byrjuninni, en þegar frá leið sagði María: „Mér hitnar eitthvað svo óeðlilega á vinstri kinn inni, og það er eins og hitinn komi brunandi á e mér, en ég þori ekki að líta við til að forvitnast am hvað veldur.“ „Það er þá bezt að ég geri það,“ sagði Jóhannes og leit við. * En það sem hann sá, var ekki sem geðfelldast. P var móðir hans, töfrakonan, sem kom ríðandi á fJ grein á eftir þeim. ^ „Það er hún móðir mín,“ sagði Jóhannes, „°9 n kemur það sér vel fyrir okkur, að ég hef meðfer töfrapípuna hans föður míns og kann dálítið í listinni. Og taktu nú eftir María: Þér breyti ég i hveif' akur, en mér breyti ég í mann, sem gætir akursiÞ og rekur fuglana úr korninu." — Að svo búnu k móðir hans á vettvang. „Hefurðu ekki séð tvo unglinga, dreng og hlaupa hér fram hjá?“ spurði hún. „Hann er ekkert smáræði fuglasægurinn í ár, , Jóhannes, „og það er ekkert áhlaupaverk að reka v í burt. Líttu á hópinn þarna.“ stúlKU. 1 sað®' „Ég erekki að spyrjast fyrir um neina fugla, oQ mér er alveg sama um allt slíkt. Ég var að spyrja þiQ< i1'/0 þú hefðir ekki séð dreng og stúlku fara hérna Jra hjá,“ sagði konan. „Fuglarnir þjóta um akurinn, og kornið vex se'n “ en komi fuglarnir ekki, þá er líka ekkert frá að re sagði Jóhannes. gj „Hann er vita heyrnarlaus og utan við sig,“ s s móðir hans, „svo ekki tjáir að fást við hann, auk P sem hann er víst nautheimskur. Ég er ekkert að e ^ við þessa óþekktaranga lengur; hann verður ^ ^ um þá, karlinn minn. Ég sný nú heimleiðis og iset svo búið sitja." Að svo mæltu þaut hún heim. „Pað er vel farið, að mamma skuli vera svona væru- 9]órn,“ sagði Jóhannes og breytti sér og Maríu í sitt ®öliiega gervi. Og nú hlupu þau langan veg áleiðis, an minnsta tálma. Eftir nokkrar klukkustundir varpaði María öndinni °9 sagði; . -^ig hitar svo í hægri kinnina — öllu meir en í þá vir,stri í morgun. Þorir þú að líta við? Ég þori það ekki.“ Jóhannes leit óðar við og sá hvar faðir hans kom Júgandi, og var sem eltu hann blásvartir skýbólstrar fuilir af regni. Jóhannes blés í pípu sína og mælti: „Eg óska mér þess, að María breytist í gamla kirkju °9 ég í gamlan prest, sem situr inni í kórnum.“ pípan reyndist prýðilega, og þau breyttust sam- v®mt ósk hans, og bar nú að töframanninn, föður ans- Hann fór þegar inn í kirkjuna, litaðist þar um og a Þar sitja fjörgamlan prest, er þuldi bæn úr stórri °k, er hann hafði á hnjám sér. „Hefurðu ekki séð pilt og stúlku skjótast hér fram ia?“ spurði töframaðurinn. ^resturinn leit upp frá lestrinum. “Hér hef ég setið áratugum saman í kyrrð og ró og 6siÖ í bókinni minni >kt hefi en þó jafnhliða veitt öllu eftir- umhverfis. Er það skemmst af að segja, að hér . Ur varla sést fluga á sveimi, hvað þá heldur tvö 1 'éörn á ferð,“ sagði presturinn. Var Töfr, amaðurinn snaraðist öfugur út úr kirkjunni og auðséð, að hann bjó yfir þungum hug og illum, ® nn flaug hann á burt með miklum gný. ^ J°hannes flýtti sér nú að breyta gervi þeirra enn eri . °9 í þriðja sinn tóku þau sprettinn, öllu skarpar aöur, og í lok hans gátu þau vel eygt heim á feðra- rur|d Maríu. En allt í einu sagði hún: „Nú hitnar mér svo á öllu höfðinu, að ég hef varla 'sbol.“ Jehannes leit strax við, og sjá!: Foreldrar hans komu nú bæði þjótandi og höfðu sinn hvorn drekann til reiðar. — Hann blés í pípu sína og mælti ósk af munni fram, en í sama bili breyttist María í stöðuvatn, en hann varð að önd, sem sat á yfirborði þess. Töfrahjónin ætluðu nú ekki að láta gabbast í þetta sinn. Konan tók að svelgja í sig vatn- ið, en maður hennar reyndi að handsama öndina, sem stakk sér án afláts. — En því meir sem nornin drakk, því örar óx vatnið, og töframanninum varð um megn að sjá við öndinni undir vatnsborðinu. Að lok- um tóku bæði hjónin á rás út í vatnið á eftir öndinni. En þá notaði Jóhannes sér eitt sniðugt bragð og breytti sérog Maríu í tvær svölur, er hentu sér í skyndi hátt í loft upp og renndu sér síðan eins og örskot inn yfir landamærin hjá konunginum, föður Maríu, og voru þau nú úr allri hættu, — var það allt töframætti píp- unnar að þakka. Töfrahjónin stóðu eftir, vot inn að skinni, og gátu enga rönd við reist — svo óvænt voru þau brögðum beitt — því að það er óbreytanlegt lög- mál með töfrafólki, að það tapar öllu valdi á veiði sinni, þegar hún getur náð inn fyrir ákveðin ríkis- mörk í framandi kóngsríki á flóttanum. — Gömlu hjónin urðu að sætta sig við það að halda heimleiðis — bálreið yfir bragðfimi sonarins og þó jafnframt hrygg út af missi hans. Þau María og Jóhannes urðu nú samferða heim í höllina á fund foreldra hennar, sem voru úrvinda af sorg yfir brottnámi hennar. — Þau þekktu dóttur sína samstundis, og urðu nú heldur en ekki fagnaðarfundir, sem byrjuðu með tárum og faðmlögum, er stóðu yfir svo vikum skipti, með fjölsóttum veizlum, viðhöfn og mannfagnaði um allt ríkið. — Konungurinn gerði Jó- hannes að ríkiserfingja sínum og mannsefni dóttur sinnar. — En til töfrahjónanna spurðist aldrei meir, utan það, að þau höfðu yfirgefið höll sína og tekið sér annan bústað í ennþá meiri fjarlægð frá landa- mærum konungsins, föður Maríu. — En Jóhannes og María erfðu ríkið löngu seinna, urðu vinsæl og heppin alla sína daga. FMniR 6 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.