Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 32

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 32
Einu sinni var karl og kerling í koti sínu; þau voru svo snauð, að þau áttu ekkert til í eigu sinni nema snúð einn af gulli á snældu kerlingar. Það var siður karls, að hann fór dag hvern á veiðar eða til fiskifanga til að afla þeim lífsbjargar. Skammt frá koti karls var hóll einn mikill. Það var trú manna, að þar byggi huldumaður sá, er kallaður var Kiðhús, og þótti hann nokkur viðsjáls- gripur. Einu sem oftar bar svo við, að karl fór á veiðar, en kerling sat heima, eins og hún var vön. Af því gott veður var um daginn, settist hún út með snældu sína og spann á hana um hríð. Brá svo við, að gullsnúðurinn datt af snældunni og valt nokkuð til, svo að kerllng missti sjónar á honum. Hún undi þessu allilla og leitaði dyrum og dyngj- um; en allt kom fyrir ekki. Hún fann hvergi snúðinn. Eftir það kom karl heim, og sagði honum áfall sitt. Karl kvað Kiðhús hafa tekið snúðinn, og væri það rétt eftir honum. Bjóst karl enn að heiman og segir kerlingu, að hann ætl- ajði sér að krefja Kiðhús um snúðinn eða eitthvað fyrir hann. Við það brá heldur af kellu. Karlinn gengur nú sem leið lá að hólnum Kiðhúss og ber þar lengi á og óþyrmi- lega með lurk. Loksins svarar Kiðhús: „Hver bukkar mín hús?“ Karl segir: „Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.“ Kiðhús spurði, hvað hann vildi hafa fyrlr snúðinn. Karl bað hann um kú, sem mjólkaði fjórðungsfötu i mál, og veitti Kiðhús honum þá bæn. Fór karl heim með kúna til kerlingar. Daginn eftir, er hún hafði mjólkað kúna um kvöldið og morguninn og hafði fyllt alla dalla sína með mjólk, kom henni til hugar að búa til graut, en þá man hún eftir þvi, að hún á ekkert ákast á grautinn. Fer hún þá til karls og biður finna Kiðhús og biðja hann um ákast. Karl fer til Kiðhúss, ber á hólinn með lurknum sem fyrr. Þá segir Kiðhús: „Hver bukkar mín hús?“ Kari segir: „Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.“ Kiðhús spyr hann, hvað hann vilji. Karl biður hann að gefa sér út í pottinn, því þau kerling sín ætli að elda sér graut. Kiðhús gaf karli méltunnu. Fór svo karl heim með tunnuna, og gerir kerling graut- inn. Þegar grauturinn var soðinn, settust þau að honum, karl og keriing, og átu eins og i þeim lá. Þegar þau höfðu étið sig mett, áttu þau enn mikið eftir i pottinum. Fóru þau þá að hugsa sig um, hvað þau ættu að gera við leifarnar; þótti þeim það tiltækilegast að færa þaer Sankti Máríu sinni. En fljótt sáu þau það, að ekki var auðhlaupið upp þangað, sem hún var. Þeim kom því á- samt um að biðja Kiðhús um stiga, sem næði upp til himna, og héldu, að snúðurinn væri ekki ofborgaður fyrir því. Karl fer og ber á hólinn hjá Kiðhús. Kiðhús spyr sem fyrr: „Hver bukkar min hús?“ Karl svarar enn: „Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling viil hafa nokkuð fyrir snúð sinn." Við það byrstist Kiðhús og segir: „Er þá snúðskömmin aldrei borgaður?" Karl bað hann því meir og kvaðst setla að færa Máriu sinni grautarleifarnar í skjólum. Kiðhús lét þá til leiðast, gaf honum stigann og reisti hann upp fyrir karl. Varð nú karl glaður við og sneri heim til kerl- ingar. Bjuggu þau sig svo tii ferðar og höfðu með sér grautarskjólurnar. En er þau voru komin æðihátt upp f stigann, tók þau að sundla. Brá þeim þá svo við, að þau duttu bæði ofan og sprengdu í sér höfuðskeljarnar. Flugu þá heilasletturnar og grautarkleimurnar um allan helm. En þar sem heilaslettur karls og kerlingar komu á steina, urðu úr þeim hvitar dröfnur, en úr grautarkleimunum urðu hinar gulu, og sjást hvorar tveggja enn í dag á grjótl. (ÞjóSsögur Jóns Árnasonar). Þegar svölurnar fljúga lágt er’sagt að þær spái rigningu. Eins er um hundinn, þegar hann étur gras, það þykir úr- komumerki. En það að svölurnar fljúga lágt stafar af þvi að mýið, sem svalan er að veiða, flýgur lágt, svo að eigin- lega er það mýflugan, sem spáir veðr- inu. Svalan, hundurinn og mýflugan. En I fyrirsögninni voru nefnd tíu dýr, og hérna koma svo hin sjö, sem líka spá veðri. Hænsnin ókyrrast alltaf, þegar slæmt veður er í aðsigi. Þau flýta Gér að éta til þess að vera orðln södd, þegar þau verða að flýja Inn i húsaskjóllð. En þá Tíu dýr - og veðrið á morgun er oftast nær ekki von nema á stuttri skúr. En ef þau halda áfram að éta, þó að rigni, þá má búast við margra klukkutíma rigningu. Dúfurnar haga sér líkt og hænsnin. Gamall'smali, sem sat yfir fé uppi I fjallshlíð, tók eftir þvl, að féð færði sig alltaf upp eftir brekkunni, þegar góðs veðurs var von, en niður eftlr, ef slæmt veður var í aðsigi. Jafnvel smádýr, eins og kóngulóin, vita á sig veður. Þegar þær eru iðnar við að spinna netið, þó má búast við góðu veðri. En ef vont veður er í aðsigi hefst kóngulóin ekkl að; hún hugsar sem svo, að ekki stoði að lagfæra netið sitt, því að rlgningin muni eyðileggja það bráðlega. Þegar froskarnir gugga mikið á kvöld- in, er það talið góðs vitl. Ef spaetan heggur mikið með nefinu, þá velt það á rigningu. Blóðsugan hrlngar sig °9 iiggur róleg, þegar ekki er veðrabreýt' ingar von, en ókyrrist hún, þá veit það á að loftþyngdin er að breytast, og um leið veðrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.