Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 24

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 24
Tarzan tók nú til að undirbúa leiðangur til gullborgar- innar, sem Waziri gamli liafði sagt honum frá. Hann valdi fimmtíu af hraustustu hermönnum sínum og helzt þá, sem gjarnan vildu komast með í þessa ævintýraför. — Honum hafði alltaf verið í huga auðlegð þessarar furðuborgar, síðan Waziri hafði sagt lionum frá leið- angrinum forðum, er rekizt hafði af tilviljun á rústirnar. Ævintýraþráin hefur vafalaust hvatt Tarzan eins mikið til þessarar farar og gullþráin, en gullþráin átti þó áreið- anlega líka sinn þátt í lienni, því að Tarzan hafði, meðal menningarþjóðanna, kynnzt þeim mætti, er guli málm- urinn bjó yfir. Honum hafði dottið í hug, hvað hann gæti gert við gull, hér inni í miðri Afríku — honum var það nóg að hafa máttinn til þess að geta gert furðuverk, þótt svo að hann fengi kannski aldrei tækifæri til þess að nota hann. Einn góðan veðurdag lagði því Waziri, höfðingi Waziri-manna af stað til að leita ævintýra og fjár. Hann fór fyrir hópi fimmtíu vel vaxinna, svartra hermanna. Þeir fóru eftir leiðbeiningum Waziris sáluga. Þeir gengu margá daga — upp með á og yfir lágan háls eða hæð, síðan niður með annarri á og upp með þeirri þriðju, þar til þeir á fimmtugasta og fimmta degi áðu í fjallshlíð nokkurri. Af næstu hæðarbrún bjuggust þeir við að sjá liina gullnu borg. Það var komið fram undir hádegi. Tarzan, sem var í broddi fylkingar sinnar, komst fyrstur upp á hæðarbrún- ina. Þar stanzaði hann, ásamt mönnum sínum, til þess að virða fyrir sér landslagið. — Til beggja handa gnæfðu háir tindar, en að baki lá skógivaxin sléttan, sem þeir höfðu ferðazt yfir dagana síðastliðnu, en í fjarska gnæfðu hin háu fjöll, sem mörkuðu landamæri ríkis þeirra: af- skekktur dalur, grunnur, þröngur dalur, þakinn kyrk- ingslegum trjám og fullur af stórgrýti. Og hinum megin í dalnum var, að þvi er virtist, stór borg, og sló roða á veggi hennar, háa turna og hallir. Tarzan var ennþá of langt í burtu til þess að sjá ellimörk borgarinnar — l1011' um sýndist þetta vera furðuleg og fögur borg og í huS' anum fyllti hann götur hennar og skemmtigarða iue® gæfusömu og starfandi fólki. Léiðangurinn dvaldi um stund uppi á hæðinni og virt1 landið ókunna fyrir sér. Þá gekk Tarzan fyrir honum niður í dalinn. Hér var enginn ruddur vegur, en hægara var þó að ganga niður undan hallanum. Þegar niðui 1 dalinn kom gekk ferðin greiðara og þeir komust að borgarveggjunum meðan enn var bjart af degi. Yztu veggirnir voru fimmtíu feta háir, þar sem þeir voru ekki hrundir, en hvergi var meira en á að glZ^a tuttugu fet lnunin. Veggirnir voru enn ágætt virk-1- Tarzan fannst oft eins og einhver hreyfing væri innan við veggina, eins og einhverjir hefðu auga á þeim. En hann varð aldrei viss í sinni sök. Um nóttina héldu þeir sig utan borgarmúranna. Ein liverju sinni um nóttina vöknuðu þeir við óp mikið, er kom úr borginni. Það var fyrst hátt mjög, eri lækkaði s'° smátt og smátt, þar til það dó út í háum stunum. Þelta hafði ill álirif á svertingjana og gerði þá dauðhrædda> meðan það heyrðist. Heil stund leið,' áður en menn tók11 á sig náðir aftur. Um morguninn var auðséð af hornaug um þeim^sem Waziri-menn gutu til múrsins, að ópið var ekki gleymt. Tarzan Jrnrfti að eggja þá mjög, til þess að þeir tækju ekki til fótanna upp dalinn aftur, í áttina heim. En ® skipunum og hótunum um, að hann færi þá einn 11111 fyrir múrana, fékk liann þá til að fylgja sér. Þeir gengu í langan tíma meðfram múrnum, áðui eU þeir fundu stað, þar sem hægt var að komast yfir- J>eir komu að gjá, sem var mjög mjó. í henni voru tröppur’ mjög af sér gengnar, og hurfu þær í gjánni við bugðu nokkuð í burtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.