Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 10

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 10
Charles Dickens: Ferfiamaðurinn I yrir mörgum árum lagSi maður nokkur af staS í langa ferð. Það var mjög einkennileg ferð. Með- an hann var nýlagður af stað, virtist honum leiðin óendan- lega löng, en eftir að hann var hálfnaður, fannst honum þetta svo stutt — svo stutt. Hann gekk skamma stund eftir myrkum skógargöng- um, unz hann mætti undrafríðu barni. Hann ávarpaði barn- ið og spurði: — Hvað ert þú að gera hér? Og barnið svaraði: — Ég er alltaf að leika mér! Og ferðamaðurinn lék sér með barninu allan daginn. Það var yndisleg stund. Himinninn var svo blár og djúpur', sólin skein svo skært, vatnið var svo glampandi og slétt, laufið svo grænt, blómin voru svo fögur, fuglasöngurinn svo yndislegur, að barnið og maðurinn vissu ei hvernig tfminn leið. Þetta var þegar veðrið var blítt og gott. Þeg- ar rigndi, sat maðurinn ásamt barninu og horfði á regn- dropana og dró að sér hið ferska heilnæma loft og lét það streyma um brjóst sitt. Og þegar hvessti, var það svo helllandi að sitja og hlýða á storminn þjóta í trjánum, hvlna við þakskegg húsanna og ýlfra við reykháfana svo að hrikti í húsunum. Það var tignarleg en ægileg sjón að sjá, hvernig öldur sævarins trylltust og ærðust, er vindur- inn æddi. En enginn vissi hvaðan vindurinn kom né hvert hann fór. Ánægjulegast var þó þegar snjórinn kom. Það var ekkert, sem jafnaðist á við það að horfa á litlu snjó- kornin falla — falla — svffa til jarðar eins og milljónir lítilla, hvftra fugla. Barnið og ferðamaðurinn undu sér líka við alls konar leiki og úrval fágætra myndabóka með myndum af engl- um og álfum, risum og dvergum og mörgu, mörgu öðru. En svo var það einn dag, að barnið týndist og ferða- maðurinn fann það hvergi. Hann leitaðl og leitaði, kallaði og kallaði, en hann fékk ekkert svar. Síðan hélt hann áfram og það leið langur tfmi án þess að hann hitti nokk- urn mann. Loks mætti hann þó litlum dreng. — Hvað ert þú að gera hér? spurði hann drenginn. — Ég er alltaf að læra, sagði drengurinn. Komdu og lærðu með mér. Síðan lærðu þeir um Júnó og Júpiter, um Grikki og Rómverja og ég velt ekkl elnu sinnl nöfn á öllu þvf, er þeir lærðu um — ferðamaðurinn vissi ekkl nöfnin á því sjálfur. Hann gleymdl miklu af þvf aftur. Enn fremur lögðu þeir stund á allar hugsanlegar íþróttir og leiki. Á sumrin reru þeir á ánum og vötnunum, á vetrum renndu þeir sér á skíðum. Enginn jafnaðist á við þá. Á kvöldin fóru Þe'r f leikhús eða sátu f dýrlegum fagnaði með vinum sfnum- Þeir áttu marga vini, allt voru það ungir, föngulegir piltar, sem sórust í fóstbræðralag og hétu hverir öðrum ævarandi tryggð. Margt bar fyrir augu, þeir sáu turna og hallir úr gulii og silfri og Iff þeirra var yndislegur sólskinsdagur. En svo einn dag týndist drengurinn. Hann hvarf ferða- manninum á hlnn sama furðulega hátt og barnið. Eftir að ferðamaðurinn hafði leitað og kallað án árangurs langa stund, hélt hann enn af stað. Hann gekk lengi, lengi °9 hitti engan mann. Um síðir mætti hann ungum mannl. " Hvað ert þú að gera hér? spurði ferðamaðurinn. Hirm ungl maður svaraði: — Ég er alltaf að elska. Komdu o9 elskaðu með mér. Þeir slógust í fylgd saman og lltlu sfðar mættu Þe'r ungri stúlku — ungri stúlku, sem var svo fríð, að ferða- maðurinn þóttist aldrel hafa séð hennar Ifka. Hinn ung| maður varð strax ástfanginn af stúlkunni. Stundum ertl hún hann dálítið — og þau urðu ósátt, en hina stundina gátu þau setið dag út og dag inn við að skrifa hvort öðru. Sfðan trúlofuðust þau um jólaleytið og litlu síðar ætluðu þau að gifta slg. En svo einn dag vissi ferðamaðurinn ekkert hvað e' þeim hafði orðið. Þau voru horfin á sama hátt og Þeir vinir hans, sem hann áður hafðl misst. Hann leitaði þeirra og kallaði á þau árangurslaust. Síðan hélt hann áfram ferð sinni. Hann hafði gengið lengi, er hann loks mstl| fullþroska manni. — Hvað ert þú að gera hér? spurð ferðamaðurinn. — Ég er alltaf að vinna, svaraði maður- inn. Komdu og starfaðu með mér. Þá tók ferðamaðurinn að starfa í félagi vlð þennan nýja vln. Þeir ferðuðust f gegnum skóg einn miklnn, og sV° langt sem augað eygði teygði skógurinn sig á alla vegu- fyrstu var hann ekkl mjög þéttur og hann var ijósgrærin, eins og skógar eru f byrjun sumars. En eftlr þvf sem lengra leið varð skógurinn þéttari og dlmmari. Einstöku tré voru tekin að blikna. Vinur ferðamannslns var ekki elnn. f fylgd með honuh1 var kona ein. Hún var á aldur vlð hann, og var eiglnkona 8 hans. Þau áttu nokkur börn, er einnig voru í ferð með Þeim. Þannig héldu þau öll f gegnum skóglnn, hjuggu frén, sem vildu loka þeim leiðina, og brutust áfram. Þau ðáru öll þungar byrðar og erfiðuðu mikið. Stundum hittu þau fyrir sér skógarrjóður. Og þá kom það fypir, að þau heyrðu ungbarnsrödd, er sagðl: — Pabbi, ég er nýtt barn! Nemið staðar vegna mín! Og um leið sáu Þau, hvar ofurlítil yndisleg vera kom hlaupandi til þeirra °9 vildi slást f fylgd með þeim. Þau söfnuðust þá öll kringum þetta litla barn, kysstu það og buðu það vel- komið f hópinn. Síðan héldu þau lengra áleiðls inn f skóginn. Loks komu þau í stórt skógarrjóður, þar sem þeim virt- ust opnast leiðir til ýmsra átta. Þá staðnæmdust þau öll °g börnin sögðu: — Pabbi, ég vil fara til sjávarins. — psbbi, ég ætla til Indlands. — Pabbi, ég ætla að fara út í heiminn til að leita hamingjunnar og eitt sagði, Pabbi, ég ætla að fara til himna. Þá grétu þau öll og síðan skild- ust leiðir. Sitt f hverja áttina héldu þau inn f skóglnn. °g barnið, sem ætlaði til himna, hvarf upp f sólhelðl toftsins. Ferðamaðurlnn leit á vin sinn og sá, hvar hann gekk Þarna og starði upp f himininn, sem f mlldum, hreinum éláma hvfldi yfir skóglnum. Hann sá, að hár hans var Þyrjað að grána. En þeir máttu ekki staðnæmast lengi. perðinni urðu þeir að Ijúka. Og annrfki þeirra var mlkið. Þar kom að lokum, að öll börnin voru farin á braut, eftir voru aðeins þau þrjú, ferðamaðurinn, vlnur hans og konan, þannig héldu þau áfram ferðinni. Nú var skógurinn ekki lengur grænn, hann var bliknaður og fölur. Laufln Voru tekin að falla af trjánum. Loks komu þau f skógarrjóður eitt, sem var myrkara en öll hin, þau skeyttu því ekki og hröðuðu ferð Binnl. Snögglega nam konan staðar. — Það er kallað á mlg, vinur minn, sagði hún. pau staðnæmdust öll og hlustuðu. Einhvers staðar lengst 'nni [ rjóðrinu heyrðu þau rödd, er sagði: Mamma! Mamma! pau heyrðu öll, að það var rödd barnslns, sem fyrst sagði: ~~ Ég fer til himins. En faðirinn sagði: — Ég bið þig, farðu ekki strax frá mér. — Bráðum glaðnar til og sólln skln. En rödd barnsins hélt áfram að hrópa: — Mamma! Mamma! — Og konan tók ekki tillit til þess, sem mað- orinn sagði, og skeyttl engu um tárin, sem runnu um vanga Þans. Hún hvarf til hans, kyssti hann og sagðl: — Elsku vinur, það er kallað á mlg — ég verð að fara. Síðan fór hún og þeir urðu tvelr eftir, ferðamaðurinn og vinur hans. Þeir héldu áfram göngu sinni — áfram — áfram. Loks komust þeir út f jaðar skógarins og rautt skin sólarlnnar s,reymdi á mótl þeim milli trjánna. Hvernig kemst Rósa i skólann? En á meðan þeir voru að brjótast gegnum sfðustu runn- ana, hvarf vinur ferðamannsins. Ferðamaðurinn leltaði, hann kallaði, hann hrópaði á vin sinn, en ekki bar það árangur. Nú var skógurinn að baki og sólin skein yfir landið, sem hvíldl f mildum friði undir geislum hennar. Allt f einu birtist ferðamanninum öldungur einn, sem stóð þar hjá honum. — Hvað ert þú að gera hér? spurði ferðamaður- inn. Það færðist einkennilegt bros yfir andlit gamla manns- ins og hann sagði: — Ég hef ekkert að gera annað en minnast hins liðna. Komdu og vertu hjá mér. Og ferðamaðurinn og öldungurinn settust niður hlið við hlið. Þarna sátu þeir og horfðu á, hve fagurt sólln skein. En meðan ferðamaðurinn sat þannig, komu þeir til hans á ný, allir vinir hans, sem hann hafðl misst. Þarna hittl hann þá alla. Þarna kom barnið, drengurinn, ungi maðurinn, sem unni, — faðirinn, móðirin og börnin. Öll voru þau þarna og hann hafði engan misst. Hann elskaðl þau öll og það var yndislegt að mega nú enn á ný dvelja meðal þeirra. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.