Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 29

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 29
 Ferðin til sólarinnar Kínverskt ævintýri r yrir langa löngu vlssi Chuang fólklð að það værl * sól á himninum, að hún risi í austri og að engin vera á jörðinni gæti lifað án hennar. En á þessum tíma fengu Chuangarnir ekkert sólarljós. Á þeim dögum var staðurinn sem þeir bjuggu á um- vafinn algeru myrkri jafnt nótt sem dag og gjörsneyddur sól og hita. Þar var fjöldi villidýra — tigrisdýra, hlébarða, úlfa og annarra óargardýra — sem gerðu þeim mikinn usla. Hvemig gátu þau drepið dýrin í öðru eins myrkri? Svo það var ákveðið að senda fólk til sólarinnar til að biðja um aðstoð. Mikii ólga varð meðal fólksins þegar það frétti þetta. Allir hrópuðu upp og heimtuðu að fara. Sextugur maður tók sig út úr hópnum: ..Ég skal fara. Ég er að eldast. Ég get ekki unnlð á ökrunum. En ég get farið I þessa ferð. Ég get gengið." Sterkbyggður maður á bezta aldri brauzt í gegnum þvöguna: ..Þú getur ekki farið," sagði hann við gamla manninn. ..Ég er sterkur, og af þvi að ég get gengið 160 li á dag kemst ég fyrr til sólarinnar." Fleira hraust ungt fólk fyigdl fast á hæia honum og allir sögðust vera rétti maðurinn fyrir ferðalagið og lof- uðu að fara fram og til baka á eins skömmum tíma og unnt væri. Þegar þarna var komið sögu, hóf tíu ára drengur upp raust sína: ..Ég held að ekkert ykkar sé hæft til fararinnar. Þið virðist öll gleyma að sólin er langt, langt [ burtu frá okkur. Það er ekki hægt að ná henni á fjörutíu eða fimrntiu árum. Það tekur örugglega níutíu ár að komast þ^ngað. Ég er ungur. Það llggur í augum uppl að ég er rétti maðurinn til að fara í þessa ferð.“ Hann hafði vart lokið máli sínu þegar urðu heitar omræður. ..Það er margt til [ því, sem hann seglr." ..Hann er sterkur og heilbrigður." -Við skulum senda hann.“ -Hann er vel greindur." Tvftug, ófrísk kona, sem hét Maleh bað um orðlð. Hún veifaði höndunum fyrir ofan höfuðið og hrópaðl: -Þegið þið öll sarnanl" Allir þögnuðu. Hún hélt áfram máll slnu: -Drengurinn hafði rétt fyrlr sér þegar hann sagðl að sólin sé langt frá okkur. Ég hugsa að það sé ekki einu sinni hægt að komast þangað á níutíu árum. Látið mig fara. í fyrsta lagl er ég sterk og hvorki há fjöll né ó- argadýr draga úr mér kjarkinn. Auk þess er ég með barni. Ef ég næ ekki takmarkinu mun barnið mitt gera það.“ Allir sýndu samþykki sitt við þessi orð. Þannig var það ákveðið að Maleh færi til sólarinnar og kveikti bál til merkis þegar hún væri komin á leiðarenda. Hún lagði af stað [ austurátt. Eftir átta mánuði eða þar um bil fæddi hún fagurt barn. Hún tók barn sitt með sér. Hún gekk og gekk þar til á sjötugasta ári, að hún var of örmagna tll að dragnast lengra áfram. Hún settist að hjá bændafólki og sagði barnl sfnu að halda áfram. Á þessum sjötíu árum höfðu móðir og barn klifið tug- þúsundir hárra fjalla, vaðié tugþúsundir stórfljóta og rekizt á tugþúsundir eiturslangna og villidýra. Þau höfðu reynt alls kyns þrautir og erfiðleika, og höfðu jafnvel oft hætt lífi sínu. En þau höfðu samt slopplð heil á húfi. Þau voru bæði nógu sterk til að klífa fjöllin og nógu snjöll til að sleppa frá nöðrunum og villidýrunum. Á leiðinni höfðu Maleh og barn hennar hitt fjölda fólks, sem vildi ólmt hjálpa þeim, þegar það fréttl að þau voru að fara til sólarinnar. Fólkið sýndi þeim leiðir yfir fjöllin, ferjaði þau yfir árnar, gaf þeim föt og skó og gerði mat fyrir þau. En hvað með fólkið heima? Árla á hverjum morgni eftir brottför Maleh litu þau áköf til austurs til að sjá hvort eldmerkið brynnl á himn- inum. Árin liðu hvert af öðru. Nú voru sjötíu ár síðan Maleh lagði af stað og engin merkl um eldinn, sem þau höfðu vonað að hún myndi tendra. Allt gekk Binn vanagang. Engin sói, engin hlýja, og alls staðar voru tfgrisdýr, hlébarðar og úlfar á veiðum. Aliir héldu að Maleh hefði dáið á leiðinnl. Allir hættu að vona. Á síðasta degi nltugasta og níunda árslns 6áu hinlr vonlitiu verðir mikinn eld brenna á austurhlmninum og lita hann blóðrauðan. Næstum samstundis reis gióandi sól og varpaði guilnum geislum sínum yfir landið. Tígris- dýrin, hlébarðarnir og úlfarnlr, sem höfðu áreitt Chuang fólkið frá ómunatíð, þurrkuðust út. Allt frá þelm degi hafa Chuang bændurnir farið tll starfa á ökrunum við sólarupprás og ekki komið heim fyrr en um sólsetur. Þetta gera þelr til að heiðra Maleh og son hennar, sem féngu sólina tll að sklna. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.