Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 62

Æskan - 01.09.1974, Blaðsíða 62
MBf ann hefur verið kallaður „faSir líkamsþjálfunarinnar" og var á sínum tíma álitinn sterkasti maður heimsins. Hann tók sér nafnið Llonel Strongfort og milljónir manna þjálfuðu líkamsvöðva sína eftir aðferðum hans. Hann hét réttu nafni Max Unger og var fæddur I Berlín, — en fluttist 12 ára gamall með foreldrum sínum til Banda- rlkjanna, — þar sem hann óx upp og gerðist mjög glæsilegur piltur. Ungur kom hann þar fram sem kraftajötunn. Strongfort varð víðfrægur I hinu kunna sýningaratriði Lifandi brúin, — þar sem hann fór sjálfur með aðalhlut- verkið. Atriðið var I því fólgið, að hann stóð sem lifandl brúarstöpull undlr járn- ramma, sem fólksbíll með 7 mönnum ók yfir. Gífurlega athygli vakti það einn- ig, er Strongfort tók heljarstökk aftur fyrlr sig með 25 kg lóð I hvorrl hendl. Enda þótt hann byði áhorfendum sínum stórfé, ef þelr lékju þetta eftir honum, treystist enginn til þess. Með aldrinum hætti Strongfort þessum þrekraunum og gerðist líkamsþjálfari. Var hann þá 'ráð- inn íþróttakennari spænska krónprins- ins, slðar Alfons konungs. Upp úr þvl vaknaði áhugi vísinda- manna við háskóla I Bandaríkjunum, Þýzkalandi, Austurríki og Tékkóslóvaklu á þjálfunarkerfi hans, og fóru fram at- huganir á því, — kom þá I Ijós, að vaxtarlag Strongforts var I nákvæmlegu sömu hlutföllum og hinar heimsfrægu myndastyttu Michaelangelos af Davíð. Varð þetta til þess, að nokkrlr kunnir myndasmiðir og höggmyndasmiðir fengu Strongfort tll að sltja fyrlr hjá sér, meðal annars þeir Rodin (Rodin Auguste — franskur höggmyndasmiður — fæddur I París 1841, — dáinn 1917) og Tualon, •— helmsfrægir höggmynda- smiðir, sem voru uppi á sama tlma. Samnlngar þelr, sem læknavlsinda- menn gerðu við Strongfort, vöktu áhuga hans á llkamsbygglngu, hellsufræði og næringarhollustu. Líkamsþjálfarinn mikli — Lionel Strongfort. Llkamsþjálfun hans miðaði ekki ein- ungis að því að styrkja áberandi vöðva, heldur skapa samræmi milli allra vöðva líkamans. Kerfi hans varð heimsfrægt skömmu fyrir heimsstyrjöldina 1914— 1918, en þá stofnaði Strongfort þjálfun- arskóla I New York, Lundúnum, Berlln, Munchen og Salzburg. Síðast rak hann þjálfunarskóla I Baden og veittl honum sjálfur forstöðu, þar til hann lézt fyrir 5 árum síðan 92 ára gamall. Strongfort var vanur að segja gest- um, sem komu til hans, að hann hefðl llkamsþrótt til að verða 100 ára, en þar skjátlaðist honum aldrei þessu vant. Lionel Strongfort — hans raunveru- lega nafn var Max Unger — hann var fæddur I Berlín 23. nóvember 1878. Hann kom fyrst fram 19 ára gamall og sýndi þá aflraunir og lyftingar. Ég hefi reynt I áraraðir að ná I °9 eignast þjálfunarkerfi Strongforts en án árangurs, — það er eins og jörðin hafl gleypt það — það er algerlega ófáan- legt. Strongfoct ruddi veginn sem líkams- þjálfari, — hann var á undan vinum mínum og kennurum, Charles Atlas 09 George F. Jowett, en aflrauna- °9 heilsuræktarkerfi þeirra eru bæði til á Islenzku I þýðingu mlnni. Svo vona ég að þessi grein mln om líkamsþjálfarann mikla, Lionel Strong- fort, verði lesendum Æskunnar til gagns og gleði og megi hvetja unga íslend- inga til dáða. Það er ekki á allra færi að verða jafn- okar Strongforts sjálfs, sem ávann sér afl, hreysti og líkamsfegurð með margra ára markvissrl þjálfun, sem fæstum er auðið að stunda. Enda er takmarkið ekkl að verða svo og svo sterkur, heldur fallega vaxinn, hraustur og heil' brigður. Ég vil hvetja alla unga pilta til að ®fa Iþróttir, þvl að þær eru góður undirbún' ingur undir lífið og starfið, — en regW' semin verður að vera leiðarstjarnan. Bjarni Sveinsson. Ég undirrit....... óska að gerast áskrifandi að Æskunni. Nafn: ... Heimili: Póststöð: Utanáskrift er: Æskan, Pósthólf 14, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.