Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 8

Skírnir - 01.12.1919, Side 8
214 Jón Thoroddsen. [Skírnir ur þá sæla, sem lúki prófi með »láði« o. s. frv. Hanu heflr á fyrri Hafnarárum sínum leitað önd sinni fæðu ann- arstaðar fremur en í lagabókum. Hann var mikill vin Gísla Brynjólfssonar, er víðlesinn var í bókmentum hinna mentuðustu nútíðarþjóða. Geta má nærri, að Jón hefir le8ið eitthvað af skáldritum þeim, er vinur hans hinn mjög lesandi var hrifinn af og dáðist að. Sonur skáldsins, dr. Þorvaldur Thoroddsen, ritar rnér um bókasafn föður síns: »Bækur föður míns tvístruðust á »áktion« eins ogvant er, en þær voru ekki margar, enda hafði hann lítinn tíma til að lesa á þeim árum, sem eg man eftir. Bækur hans voru flestallar lögfræðislegs- og sögulegs efnis. Auk þess man eg eftir Walter Seott, Marryat, Hauch, Ingemann, því eg las þær bækur ungur---------------. Fornsögurnar átti hann eðlilega, og voru þær mikið lesnar á heimilinu, og eins skrifaðar riddarasögur og rímur. Þessu man eg eft- ir, en vel má vera, að fleiri skáldrit hafi verið til. Eg var að eins 11 ára, er eg fór alfarinn frá Leirá«. Agætur mentamaður hefir látið i ljós við mig þá ætl- un sína, að Jón Thoroddsen hafi sætt mestum áhrifum frá Scott. Ekki er kostur á að rannsaka það að þessu sinni. Gizka má á, að einhverju sinni þá er Jón Thoroddsen las sögu, er honum fanst til um, hafi eitthvað hvíslað i hug lionum, að hann gæti skrifað svona, að gaman væri að rita slíkar sögur af íslenzku nútíðarlífi á móðurmáli voru. Jón Thoroddsen fór í strið með Dönum árið 1848, sem kunnugt er. »Pilt og stúlku« reit liann veturinn eftir það að hann rataði í það hið agalega æfintýri. Eflaust er það ekki tilviljun ein. Stríð er örfandi drykkur. Það hefir dregið af honum slenið, hleypt í hann ólgu og móði, sem rit með lífsþrótti verða ekki án samin. Happ var það tungu vorri og bókmentum, að á dög- um Jóns Thoroddsens liöfðu ekki hafist Ameríkuferðir úr bókmentaheimi vorum. Eg efa, að Jón Thoroddsen hefði þá staðist freistinguna, að slást í förina með. Honum virð- ist ekki hafa verið erfitt um að yrkja Ijóð á dönsku. Lit-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.