Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 35

Skírnir - 01.12.1919, Page 35
Skirnir] Endurminningar um Jón Árnason. 241 surmudegi, er hann kom úr kirkju: >Ojæja, garmurinn Oóra, ekki var lýst með þér í dag«. Og ósköp held eg að allir hefðu saknað þess, ef hann hefði gleymt að segja yfir grautardiskinum sínum: »Góður þykir mér grauturinn méls gefinn á svangan maga. En sé hann gerður úr soðinu sels, þá svei honum alla daga. — Og það segi egraeð«. Eg man aldrei eftir að þennan formála vantaði. Jón Árnason var mjög reglusamur í háttum sínum. Fór snemma á fætur og gekk venjulegast fram á Seltjarn- arnes; hefir hann án efa verið athugull um háttu manna þar fram frá. Vitnaði hann oft í spaugi til »Systranna á Seli og bræðranna í Bollagörðum*. Ekki veit eg hvort þar hefir verið átt við ákveðið fólk, eða bara að honum hafi þótt orðin hljóma vel í eyrum. — Þegar hann kom úr þessari gönguför var hann svo sveittur, að hann varð að skifta um nærföt Áleit hann þetta nauðsynlegt vegna heilsu sinnar, má og vera, að það hafi með annari reglu- semi haldið við heilsu hans, sem verið hafði mjög tæp á yngri árum. Þær stundir, sem Jón vann ekki á Landsbókasafninu, sat hann við skriftir eða lestur heima hjá sér, því aldrei var maðurinn óvinnandi, lagði jafnvel drög fyrir, að sér væri geymd snælda til að vinda af, er hann lagði frá sér pennann eða bókina. En ávalt gaf hann sér tómstund tii að fagna gestum þeim, sem að garði komu, og getur tæpast skemtilegri mann heim að sækja. Venjulega gekk hann snemma til rekkju, og kaus helzt að búa um rúm sitt sjálfur á kvöldin; gerði hann það vel og vendilega. Ekki var hann maður svefnstygg- Ur> og var það eitt af gamanyrðum hans að segja, er hann fór að hátta: »Þið megið hafa eins hátt og þið vilj- ið. bara þið nefnið ekki Jón«. Árið 1883 misstu þau hjónin einkabarn sitt, 15 ára gamlan son, er Þorvaldur hét, mesta efnisdreng, yndi ■°g eftirlæti foreldra sinna. Mér og án efa fieirum er í 16

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.