Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 63

Skírnir - 01.12.1919, Side 63
Skírnir] Faereysk þjóðernisbarátta. 269 ööngur þeirra: Eg oyggjar veit sum hava fjöll og grona líð. Þess má geta, að lag við hann hefir samið íslending- urinn Jón Jónsson, læknir í Vopnafiiði. Sálmaskáld var Petersen líka. Hann varð prestur í Færeyjum og prófast- ur eftir 1900. Hann tók mikinn þátt í pólitík, átti meðal annars sæti um hríð í landsþinginu danska, og var þar í flokki römmustu hægrimanna. í lögþinginu var hann á efri árum sínuin formaður sambandsflokksins, og var þá orðinn svo dansklundaður, að hann mælti þar ekki á fær- eysku nema höppum og glöppum. Rasmus Christoffer Effersöe (1857—1916) var af is- lenzkum ættum. Afí hans, Jón Guðmundsson, komst í fé- lagsskap við Jörund hundadagakonung, staðfestist síðar i Færeyjum og tók sér nafn eftir Effersey við Reykjavík. Rasmus Effersöe var á unga aldri i útlöndum og lagði stund á búfræði. Eftir að hann kom heim, varð hann búnaðarráðunautur í Færeyjum, og hélt því starfi langa hrið. En jafnframt lagði hann stund á ritstörf, var um tíma ritstjóri Dimmalættingar og bindindisblaðsins Dúgvan. Hann gekst fyrir því 1889, að stofnað var félag til að verja færeyskt mál og siðu og styðja framfarir Færeyinga í öilum greinum. Nafn þess var Feringafelag. Það gaf út fyrsta blaðið, sem ritað var á færeysku, Feringatíðindv, þau komu út í 11 ár (1890—1901) og var Effersöe lengst af ritstjóri þeirra og formaður félagsins. Vinsælt verk var það ekki, því að frá fyrsta fari voru bornar þær sakir á Foringafelag, að það væri stofnað til fjandskapar við Dani og danska menning, en var auðvitað alveg til- bæfulaust. F^ringatíðindi fluttu fyrst og fremst fregnir, innlendar og útlendar, og auk þess rnargar vel ritaðar greinar um ýms efni, sem þá lágu Færeyingum á hjarta. Vafalaust hafa þau glætt mjög föðurlandsást og þjóðrækni, en gagnið, sem þau gerðu, lá þó eigi sízt i því, að þau vöndu Færeyinga á að lesa móðurmál sitt. Effersöe var skáld gott og hefir ort ýms lagleg kvæði. Hann hefir ogsamið nokkra sjónleiki (Sjónarl eikir 1901), bina fyrstu á færeysku. Þeir hafa verið leiknir hingað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.