Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1919, Side 67

Skírnir - 01.12.1919, Side 67
Skírnir] Færeysk þjóðernisbarátta. 273 afa sinn. Ljóð hans eru flest ort til eggjunar, ýmist full eldmóðs og karlmensku eða þau lýsa með biturri gremju uiðurlægingu færeysks máls og menta. Hann hefirogort sálma og snúið öðrum úr íslenzku. Um danskveðskap Færeyinga er hann manna fróðastur, — greinar hans hefj- ast oft með erindi þaðan —, og hefir kveðið Gunnleygs kvœði (1902) í þeim stíl, eins og fyr er sagt. En mest kveður samt sem áður að lýrik hans. í þeirri grein hafa Færeyingar ekki eignast annað betra skáld. í óbundnu máli hefir hann loks samið stutta lýsingu á landi Færeyinga og lifnaðarháttum þeirra, sem gefin var út í Noregi ásamt þýðingu á nýnorsku (Fraa Fœroyarne 1907). Það er fróðleg bók handa þeim, sem ekki hafa átt kost á að kynnast Færeyingum heima fyrir. Jakob Jakobsen (1864—1918) var sá maður er nánast tók upp arfinn eftir Hammershaimb. Á stúdentsárum sín- um, meðan hann var að lesa málfræði í Kaupmannahöfn, samdi hann orðasafn við útgáfur Hammershaimbs af fær- eyskum kvæðum. Þetta orðasafn var prentað sem annað bindi af Færösk anthologi. Enn í dag er það svo að segja eina færeyska orðabókin, sem til er á prenti, jafnnauð- synlegt útlendum, er leggja vilja stund á færeysku, sem Færeyingum sjálfum, ef þeir vilja læra að rita mál sitt rétt og hreint. Framburður hvers orðs er þar hljóðritað- ur og urðu rannsóknir Jakobsens á færeyskri hljóðfræði til þess, að hann fann enn frekar til þess eu aðrir hve fjarlægur ritháttur Hammershaimbs var framburðinum. Hann bjó nú til nýja stafsetningu og gaf út nokkur kver, þar sem hún var notuð. En hún var aldrei tekin upp af ueinum öðrum. Til þess að gera úrskurð um stafsetning- una skipaði Færeyingafélag sjö manna nefnd, þar sem þeir Hammershaimb og Jakobsen áttu sæti meðal annara. Nefndin lagði til að halda sér við rithátt Hammershaimbs, en gerði þó á honum nokkrar breytingar; t. d. var y, ý felt brott og sett i, i í staðinn; fyrir 11 var skrifað dl (fadla = falla) o. s. frv. Út af þessum efnum urðu ákaf- ar deilur í Færeyjum, en svo fór að hin nýja stafsetning, 18

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.