Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1919, Page 78

Skírnir - 01.12.1919, Page 78
284 Færeysk þjóðernÍBbarátta. [Skirnir latið tað verið sær maktpáliggjandi, at kava faroyskt millum fagini i feriekurausunumc. Svona kafia er hryggilega auðvelt að leggja út á dönsku. En auðvitað er þetta tekið af versta endanum. Mestalt, sem skrifað hefir verið á færeysku á síðari árum, hefir verið á sérlega hreinu og vönduðu máli. Oft hafa Færeyingar leitað til íslenzku, og fengið þaðan orð, sem þá vanhagaði um. En talmálið er fult af dönskum orðum eftir sem áður. Það sem einna mest vantar, eru innlendar kenslu- bækur í skólana. Færeyingar hafa eignast málfræði, les- bækur, biblíusögur, jurtafræði og reikningsbók. Enn vant- ar landafræði, dýrafræði og sögu, þar sem gengið sé út frá Færeyjum og ekki Danmörku. Fyrir nokkrum árura sótti kennari einn um styrk til að semja landafræði, sem sniðin væri við hæfi færeyskra barna. En amtmaður setti upp að bókin skyldi vera á dönsku, og því vildi hinn ekki ganga að. VI. Það eru ekki meira en hér um bil fimm aldir siðan að sama tunga gekk um allar eyjar í Atlantshafi norðan Bretlands. Nú er öldin önnur. Hjaltland hvarf til Skotlands sem fyr segir, og Orkneyjar fylgdu því. Grænlendingar hinir fornu voru drepnir niður, af því að enginn kom þeim til b]álpar þegar mest lá á. Island og Færeyjar eru eftir. Við vitum ekki hve- nær röðin kemur að okkur. En hún er komin að Fær- eyingum. Þjóðerni þeirra er í háska. Ef ekki er tekið í taumana, má vel vera að það glatist. íslandi er það tjón, sem ekki verður bætt. Við miss- um að vísu ekki hluta af sjálfura okkur, en þó þann frændann, sem okkur er skyldastur og líkastur. Við getum stutt Færeyinga á marga vegu. Fyrst og fremst getum við keypt færeyskar bækur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.