Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 11

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 11
VIÐ VEGASKIPTI 185 m. Við eigum sögu, sem við nefnum söguna um glataða soninn, og að loknum lestri hennar spyrjum við, hvor þeirra bræðranna sé á vegi glötunarinnar, hinn auðmjúki syndari eða hrokagikkurinn, sem ekki vildi taka í höndina á bróður sínum. Við eigum frásögn um tvo menn, sem gengu upp í helgi- dóminn til að biðjast fyrir, annar „beygði holdsins og hjartans kné,“ hinn fléttaði inn í bæn sína fyrirlitningu sinni á öðrum mönnum. Þegar við athugum þessar sögur nánar, finnum við, að þær segja okkur allar frá sömu mönnunum, og þó er hitt ekki minna um vert, að við þekkjum báða þessa menn af eigin raun, við höfum kynnzt þeim, og þeir hafa sett spor sín í minningar okkar. Annar er fullur eigingirni og sjálfsþótta. Þegar hann kemur frá bæn sinni út í daglega lífið og störfin, er meginhugsun hans sú, hvernig hann geti haft gott af öðrum mönnum sér til framdráttar. Hann fyrirlítur hina, ræningja, ranglætismenn, hórkarla, úrhrak eru þeir allir í augum hans, en samt eru þeir nógu góðir til að lyfta honum til auðs og valda, þjóna honum eða hjálpa honum til að ná takmarki því, sem hann hefir sett sér að ná, hvert sem það annars er. Þetta mannhatur og þessi fyrirlitning kemur hvergi fram í jafnægilegri mynd og þar, sem hernaðardjöfullinn æðir og valdhafarnir leyfa sér að líta á einstaklinginn sem réttlaust hrak til þess eins hæfan að verða hluti hervélarinnar. Og þetta er gyllt með skjalli og heiðursmerkjum, sem eru enn ógeðslegri en hatrið sjálft. Við höfum orðið hans vör þessa harðúðga nianns — og skelfzt þá mest, er við finnum, að hann býr í okkar eigin hjarta. Og okkur finnst líka, að við þekkjum hinn þögla og prúða mann, sem lætur jafnvel smæstu verkin verða fög- ur og vinnur þau í nafni kærleikans." Ef til vill höfum við þó aldrei mætt honum holdi klæddum, aðeins á leið- um hugans. I auðmýkt sinni var hann alltaf reiðubúinn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.