Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 22

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 22
196 KIRKJURITIÐ þýtt eftir Welhaven um kirkjubyggingu Ólafs helga, sem tröllin ætluðu að granda með því að fella yfir skriðu. Það eru líka sjálfsagt heiðarleg og virðingarverð vinnu- brögð það, þegar skáldið með natni er að reyna að fella stein við stein og snikka til steinana, svo að þeir tolli í hleðslunni, eða þá hefir annað lagið úr torfusneplum, til að halda saman grjóthrönglinu, og mokar svo upp í því, sem fyrir hendi er, mold og leir stundum. Það get- ur sjálfsagt orðið úr þessu veggur, sem stendur — kann- ske hans búskapartíð. En vinnubrögðin Matthíasar þau eru, stundum a. m. k., líkari Ólafs, sem Sköfnung dró og hjaltið kyssti, hristi brandinn beint að Dvalins dyra vegg, Drottins mark í loftið risti, og svo raðast skriðan í lög og kirkjan er reist og stendur um aldir. Svo yrkir skáldið af Guðs náð. Eitt af kvæðum Matthíasar er eftirmæli eftir barn hans, Elínu Ingveldi. Þar segir hann: Kenndi eg fyrr á köldum sorgardögum, kveið eg snemma djúpum spjótalögum. Vanur vosi og sárum verður spar á tárum. Kuldinn leitar inn á hörðum árum. Þá man hann eftir, hvað gert er við mann, sem finnst helfrosinn eða skaðkalinn. Það er ekki farið með hann inn í hita, heldur er hann lagður í snjó, og Matthías kveður: Kuldinn leysir klakabundinn varma. Kom því hel og þíð upp forna harma. • Dóttir, ljúfa lilja, lát þinn föður skilja gegnum ísinn herrans hlýja vilja. Matthías gat víst sagt eins og Skugga-Sveinn, að hann hafi „kulda þolað, frost og él,“ jafnvel þann kuldann, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.