Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 24

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 24
Séra Þórður prófastur Ólafsson. NOKKUR MINNINGARORÐ. Það var síðara hluta nóvembermánaðar árið 1887, að 24 ára Reykvíkingur, fátæklega til fara en hvatlegur á fæti og djarflegur á svip, tók sig upp frá æskustöðv- unum og lagði í langferð, með landpósti; gangandi að öðru leyti en lítil von um, að pósturinn kynni að skjóta undir hann hesti við og við. Ferðinni var heitið vestur til Dýraf jarðar. Mun hún hafa gengið líkt og þá gerðist, um þetta leyti árs; allar ár þá brúarlausar og vegir ekki lagðir aðrir en troðningar eftir hestana. Það segir ekki af ferðum þeirra fyrri en komið var vestur fyrir Þorskaf jarðar- heiði og út yfir Djúpið að Vatnsfirði, sem var póst- stöð. Þar bjó hinn alkunni prestur og búmaður séra Stefán Stephensen. Pósturinn afgreiddi þar erindi sín, en ungi Reykvíking- urinn hafði sig lítt í frammi, og prestur veitti honum litla athygli. Tók þó loks að leggja fyrir hann spurningar, sem óþekktir gestir urðu jafnan fyrir. „Hvað heitir þú?“ spurði

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.