Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 29

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 29
SÉRA ÞÓRÐUR ÓLAFSSON 203 ast sauðbúið og önnur vorverk. Fyrir hann var lagt að bregða skjótt við, hvort sem væri á nótt eða degi, ef prests- verka þyrfti með, að fara þá að Skaga til að láta prestinn vita. En frá Gerðhömrum og þangað úteftir eru um 9 km., leiðin torsótt og mest af henni aðeins fært gangandi mönn- um. í sambandi við þetta vil ég geta eins atviks: Það var vorið 1892. Margir bátar reru þá frá Skaga, var afli fremur góður. Meðal þeirra var bátur séra Þórðar. Þar reri og Kristján Oddsson bóndi á Núpi, viðurkenndur sjógarpur og athafnamaður. Seint á vertíðinni veiktist hann snögglega og var fluttur sjóveg heim. Veikin ágerðist og reyndist vera svæsin lungnabólga. Þótti mjög tvísýnt um líf hans. Var þá óskað eftir prestsþjónustu. Það vildi svo til, að það varð mitt hlutskifti að ríða til Gerðhamra í þessum erindum. Ég kom þangað kl. 2 að nóttu. Heima- maður prests, að nafni Vilhjálmur, brá þegar við og lagð'i gangandi á stað að Skaga, en ég hugðist bíða þar til prest- ur kæmi. Veður var hæglátt, þokuslæðingur um nóttina, sem eyddist með upprás sólar. Klukkan að ganga 8 urn morguninn kemur lítill bátur, sem róið er utan með landi, í logni og miklum sólarhita. Ég bregð mér sem skjótast niður í fjöru. Er þar þá kominn séra Þórður og rær einn á tvær árar. Tveir drengir, kringum fermingaraldur, sem voru hásetar hans, liggja sofandi í bátnum. Mun þá, vegna sjóróðranna, hafa skort svefn, hitinn og þreytan því sigrað þá. Tók prestur þá á sig einan allt erfiðið. Drengirnir voru nú vaktir, þótt erfitt gengi, og bátnum lítilsháttar brýnt. Hljóp prestur svo til bæjar, ekki seinn í spori. Tók hann að tygja sig til ferðar en talaði fátt. Eftir því tók ég, að skyrtulíningar hans voru ei lausar við storku af sjó og salti. Stúlkan, sem færði honum þvottavatn og föt, spurði, hvort hún ætti ekki að útvega skyrtu. „Nei,“ segir hann. „Það ríður meira á að vera fljótur." Prestur átti rauðan hest, mesta stólpagrip. Beið hann söðlaður sunnan við bæjarvegginn. Prestur gengur greitt áð hestinum, vippar sér léttilega á bak og er um leið kom-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.