Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 37

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 37
VIÐ ÚTFÖR MÓÐUR 211 Þitt orð er döggin okkar þyrstu hjörtum, þín elska oss Ijós á hryggðarvegi svörtum. Þú gafst oss, Drottinn, vandamenn og vini, og vermdir oss í móðurástarskini. Ó, móðir kær, hver minning um þig vaknar, svo margt er það, sem barnið þitt nú saknar, er bernskumyndir blítt um hugann streyma, við brosið þitt, — við æskujólin heima. Þú fræddir oss um Guð og allt hið góða, þú gafst oss trú við námið helgiljóða. Hver móðurbæn þín var það veganesti, sem veitti kraft að stríða, þegar hvessti. Ég skal þér aldrei, elsku mamma, gleyma, því alt var bezt í faðmi þínum heima. Þitt fórnarstarf er letrað gullnu letri í lífsins bók — og hverju gulli betri. Ó, móðir kær, þér fylgja bænir bljúgar frá börnum þínum — lyft á vængjum trúar til þess lands, er trúrra þjóna launin þér taka við, — er úti er jarðlífsraunin. Og þú varst bæði María og Marta, þú móðir kær, við þökkum þér af hjarta. Þitt þrek og stilling, trú og andans ylur skal í oss búa, þegar dauðinn skilur. Þú Guð, sem allar góðar gjafir veitir, og gráti og hryggð í sigurvonir breytir. Þú, faðir allra vorra dýrstu vona, þú, verndin, líknin jarðardætra og sona. Sigurjón Guðjónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.