Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 45

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 45
PRESTASTEFNAN 1948 219 og fluttist til Reykjavíkur. Hann var prófastur í V.-ísafjarðar- prófastsdæmi 1908—1929. Hann var kvæntur Maríu ísaksdóttur, en hún lézt 24. apríl 1943. Hann andaðist í Reykjavík 28. apríl s. I. Séra Þórður var mikilhæfur prestur og um margt menning- arfrömuður í héraði. Innilegur trúmaður, frjálslyndur og víð- sýnn, einarður og fylginn sér í baráttunni fyrir áhugamálum sínum, en ástsæll í starfi og naut almenns trausts og vinsælda. Vér söknum innilega allra þessara ágætu manna úr hópi vorum. Vér finnum, að þau sæti, sem þeir á sínum tíma skip- uðu með hinni mestu prýði, verða vandfyllt. Og vér biðjum Guð að blessa þá í æðra heimi um leið og vér þökkum þeim fagurt og blessunarríkt ævistarf. En þar sem vér eigum á bak að sjá svo mörgum stéttar- bræðrum vorum, þá er það oss jafnframt gleðiefni að geta boðið hér velkomna nýja starfsmenn fyrir málefni kirkjunnar, enda þótt vér hefðum kosið, að þeir væru fleiri, því að enn eru verkamennimir í víngarðinum of fáir. Aðeins einn guðfræðikandídat hefir tekið prestsvígslu á sýnódusárinu, séra Jóhann S. Hlíðar, er vígður var hinn 18. janúar til prédikunarstarfa á vegum Sambands íslenzkra Kristniboðsfélaga og að þar til fengnu samþykki kirkjumála- ráðherra. Séra Jóhann S. Hlíðar er fæddur á Akureyri 25. ágúst 1918. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri 1941 og embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands vorið 1946. Tveir guðfræðikandídatar luku embættisprófi nú í vor, þeir Hermann Gunnarsson og Þórarinn Þór, og verður hinn síðar- nefndi settur til að þjóna Staðarprestakalli á Reykjanesi frá 1. júlí n. k. Þessa nýju starfsbræður bjóðum vér hjartanlega velkomna og árnum þeim heilla og blessunar Guðs. Loks er þess að geta, að í júlímánuði síðastliðnum kom hing- að til landsins einn af ágætustu klerkum meðal Vestur-íslend- inga, séra Valdimar J. Eylands, prestur Fyrsta lútherska safn- aðarins í Winnipeg, og hefir haft hér á hendi þjónustu Útskála- prestakalls og Grindavíkurprestakalls. Jafnframt hefir sókn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.