Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 46
220 KIRKJURITIÐ arpresturinn í Útskálaprestakalli, séra Eiríkur Brynjólfsson, dvalið vestan hafs og þjónað söfnuði séra Valdimars í Winni- peg. Séra Valdimar kom hingað með fjölskyldu sína, og er kona hans, frú Lilja, íslenzk en fædd vestan hafs. Ég vil endurtaka þakklæti mitt til séra Valdimars og fjölskyldu hans, fyrir dvölina hér og þau ágætu störf, sem hann hefir hér unnið. Ég vona, að þeim hafi orðið dvölin hér heima til ánægju og gleði. Og ég er ekki í vafa um það, að þessi prestaskipti hafa orðið til þess að auka og efla samstarf og skilning systurkirkn- anna beggja megin hafsins. Þrjár prestsekkjur létust á árinu: Frú Þóra Jónsdóttir ekkja séra Stefáns M. Jónssonar á Auð- kúlu andaðist að Æsustöðum í Húnavatnssýslu hinn 4. desem- ber s. 1., 71 árs að aldri (f. 15. júní 1877). Glæsileg kona, ljóð- elsk og sönggefin, og naut virðingar og trausts allra, sem þekktu hana. Frú Guðrún Runólfsdóttir ekkja séra Bjarna Einarssonar f. prests í Þykkvabæjarklaustursprestakalli andaðist í Reykja- vík hinn 15. marz s. 1., tæplega 81 árs að aldri (f. 1. júní 1867). Guðrún var fríð kona sýnum, búsýslukona mikil, enda var heimili þeirra hjóna rómað fyrir myndarbrag, en þau bjuggu að Mýrum í Álftaveri allan sinn búskap. Frú Guðrún B. Gísladóttir ekkja séra Ólafs Ólafssonar prests að Brjánslæk og síðar í Saurbæjarþingum í Dalaprófasts- dæmi andaðist 24. maí, 84 ára að aldri (f. 23. marz 1864). Hún var talin hin glæsilegasta kona en hefir verið sjúklingur um nærfellt 40 ára skeið. Öllum þessum mætu konum þökkum vér lífsstarfið og vottum minningu þeirra virðingu vora. Veitingu fyrir prestaköllum hafa þessir prestar fengið á sýnódusárinu: 1. Séra Jón Ámi Sigurðsson prestur á Stað á Reykjanesi fékk veitingu fyrir Staðarprestakalli í Grindavík frá 1. júní s. 1. eftir að hafa verið löglega kjörinn prestur þar. 2. Séra Ingólfur Ástmarsson prestur á Stað í Steingrímsfirði fékk veitingu fyrir Mosfellsprestakalli í Grímsnesi að afstaðinni lögmætri kosningu. Næstu daga mun ennfremur séra Yngva Þóri Árnasyni verða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.