Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 53

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 53
PRESTASTEFNAN 1948 227 Af kirkjulegum og kristilegum fundum má einkum nefna Aðalfund Prestafélags íslands, er haldinn var í Reykjavík 30. sept. og 1. október. Prófessor Ásmundur Guðmundsson var endurkjörinn formaður félagsins. Ennfremur voru fundir í deildum Prestafélagsins í hinum ýmsu landshlutum. Hinn almenni kirkjufundur var haldinn í Reykjavík dagana 2.—4. nóvember. Fundur norðlenzkra presta og kennara var haldinn á Akur- eyri og hófst 20. september. Kristilegt mót og söngmót kirkjukóra í Snæfellsnesprófasts- dæmi var haldið að Staðarstað 12. júlí. K. F . U. M. og K. og önnur kristileg æskulýðsfélög hér í höfuðstaðnum og víðar hafa starfað með svipuðum hætti og undanfarin ár. Á Akureyri hefir æskulýðsstarfið staðið með blóma og fjölmennar samkomur verið haldnar þar, þar sem hið yngra fólk hefir eigi aðeins verið áheyrendur heldur virkir þátttakendur í starfinu. Tvö kristileg stúdentafélög eru starfandi hér í Reykjavík, °g hafa bæði komið fram í Ríkisútvarpinu með sérstaka kvöld- dagskrá. Annað þessara félaga, „Bræðralag,“ gaf út og útbýtti til skólabama í landinu Jólakveðju, snotru hefti, fyrir síðustu Jól. Ennfremur gekkst þetta félag fyrir því að stofna til félaga- samtaka í höfuðstaðnum í því skyni að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um Æskulýðshöll í Reykjavík. Formaður þeirra samtaka er Ásmundur Guðmundsson, prófessor. Óvenjumikið af bókum og ritum kristilegs og kirkjulegs efnis hefir komið út á árinu. Hefi ég áður getið um hið myndar- lega afmælisrit Prestaskólans, fslenzkir guðfræðingar 1847— 1947, er þeir sömdu séra Benjamín Kristjánsson og séra Björn Magnússon. Þá hefir og komið út merkilegt og myndarlegt rit í tveim bindum um Hallgrím Pétursson, ævi hans og skáld- shap, eptir prófessor Magnús Jónsson. Prófessor Ásmundur Guðmundsson hefir samið Sögu ísraelsþjóðarinnar, mjög fróð- legt og gott rit, sem nú er nýlega út komið. Ennfremur hafa komið út á árinu Nýjar prestahugvekjur, úrvalshugvekjur eftir islenzka presta, og fylgja myndir og æviágrip prestanna. Kirkjuritið og Kirkjublaðið hafa komið út með sama sniði °g undanfarin ár. Þó hefir útkoma Kirkjublaðsins orðið fyrir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.