Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 54

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 54
228 KIRKJURITIÐ nokkrum truflunum það sem af er þessu ári, vegna pappírs- skorts. En nú er loks úr þessu bætt, og ætti því blaðið að geta komið reglulega út framvegis. Blaðið er nú prentað í 4000 eintökum. Fjárhagur þess er eðlilega fremur þröngur, þar sem verð þess er mjög lágt, aðeins 15 kr. á ári, og auk þess hefir það litlar tekjur af auglýsingum. Það eru því eindregin tilmæli mín til prestanna, að þeir vinni ötullega hver í sínu presta- kalli að útbreiðslu blaðsins og aðstoði jafnframt við innheimtu þess, eftir því sem þeir sjá sér fært. Með því að fjölga kaup- endum upp í 5—6 þúsund ætti fjárhagur blaðsins að vera fylli- lega tryggður. Og að því verður að stefna. \ Hinn 30. júní s. 1. hófst í Lundi í Svíþjóð Allsherjarþing lútherskra kirkna og stóð til 6. júlí. Af íslands hálfu sátu þing þetta auk mín prófessor Ásmundur Guðmundsson sem fulltrúi þjóðkirkjunnar og séra Ámi Sigurðsson fyrir hönd Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Þing þetta var mjög fjölsótt og að ýmsu leyti kirkjusögu- lega merk samkoma. Þar voru meðal annars samþykkt grund- vallarlög fyrir Heimssamband lútherskra kirkjufélaga, og voru þau undirrituð að morgni þess 3. júlí af biskupum viðkomandi landa. Kirkjulegt æskulýðsþing var háð í Osló í júlímánuði síðast liðnum, og sóttu það fulltrúar víðsvegar að. Af íslands hálfu mætti þar séra Jón Þorvarðsson, prófastur í Vík í Mýrdal, en hann var þá staddur í Damörku og sótti þar námskeið fyrir presta, er haldið var að tilhlutan barónsfrúar Luisu Bemer Schilden-Holsten, og var gestur hennar, meðan námsskeiðið stóð yfir. I Chichester á Englandi var ráðstefna háð dagana 6.—H- október til þess að ræða um samstarfsgrundvöll ensku kirkj- unnar og kirknanna á Norðurlöndum. Til þessa fundar lét boða erkibiskupinn af Kantaraborg, og skyldi hann vera til undir- búnings frekari viðræðna á biskupaþinginu í Lambethhöllinni, sem háð verður nú innan skamms. Og það var vegna fyrir- hugaðrar farar minnar á þetta þing í boði erkibiskupsins, að ég neyddist til að flýta störfum sýnódunnar að þessu sinni meira en ætlað var í upphafi, þar sem ég verð að nota flug- ferð til Prestwick kl. 3 þann 22. þ. m. Á fundinum í Chichester

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.