Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 56

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 56
230 KIRKJURITIÐ biskups og sálmaskálds, er var einn af hinum ágætustu þjón- um íslenzku kirkjunnar á sinni tíð og bæði hún og þjóðin öll stendur í þakkarskuld við fyrir sálma hans, sem margir eru meðal hinna fegurstu perla í íslenzkum sálmakveðskap. Þessa merkilega aldarafmælis var minnzt í öllum prestaköllum lands- ins, samkvæmt tilmælum mínum þar um. Og í Stóra-Núps- kirkju, þar sem séra Valdimar þjónaði um langt skeið, var haldin sérstök hátíðaguðsþjónusta þenna dag. Var ég þar staddur og flutti minningarræðu um þetta ástsæla skáld og kirkjuhöfðingja. Þá hefi ég lauslega drepið á það helzta varðandi störf og hag íslenzku kirkjunnar á umliðnu sýnódusári. Ýmislegt fleira hefði vafalaust mátt drepa á, en til þess vinnst ekki tími að þessu sinni. Skýrsla um messugjörðir og altarisgöngur verður lögð fram síðar í dag eða á morgun, og gefst yður þá færi á að kynna yður þær hliðar starfsins. Með þeirri ósk, að starf íslenzku kirkjunnar megi blómgast og vaxa og verða þjóðinni til æ meiri blessunar, lýk ég svo máli mínu og bið algóðan Guð að vaka yfir kirkju sinni, starfs- mönnum hennar og söfnuðum nú og æfinlega. Yfirlit um mál prestastefnunnar og samþykktir. Biskup lagði fram skrá yfir messugerðir og altarisgöngur árið 1947. Guðsþjónustur þjóðkirkjunnar voru samtals 3780, en altarisgestir um 6000. Enn fremur var lögð fram skrá um úthlutun styrktarf jár til prestsekkna og fv. presta. Var úthlutað kr. 31.100.00 til 8 fv. presta og 42 prestsekkna. Að lokinni skýrslu biskups hófust umræður um aðalmál prestastefnunnar að þessu sinni, Kirkjuþing. Prófessor Ás- mundur Guðmundsson hafði framsögu og lagði fram frum- varp til laga um kirkjuþing íslenzku þjóðkirkjunnar. (Frum- varp þetta er prentað í Kirkjublaðinu 12. júlí). Var umræðum um málið haldið áfram næsta dag. Tjáðu prestarnir sig ein- dregið fylgjandi málinu, en töldu hinsvegar æskilegt, að það yrði frekar athugað og undirbúið áður en það yrði lagt fyrir Alþingi. Var í því skyni kjörin 5 manna nefnd, er skila skyldi áliti sínu um frumvarpið fyrir næsta Alþingi, og eiga sæti í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.