Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 68

Kirkjuritið - 01.09.1948, Síða 68
242 KIRKJUROTÐ til að móta bamshugann. Og það er alkunnugt, að lengi býr að fyrstu gerð. öllum sálarfræðingum kemur saman um, að áhrifin, sem börnin verða fyrir fyrstu aldursárin, verði ávallt mjög afdrifarík fyrir skapgerð þeirra og and- legan þroska síðar á ævinni. Það skiptir því ekki litlu máli, að athygli ungra kvenna, sem eru að búa sig undir það ábyrgðarmikla hlutverk, að stjórna heimili og verða mæður, sé ötullega vakin á því, að ekki sé sama, hverju sáð er í bamshugann. Þeim beri að hugsa ekki aðeins um lík- amlega heill heldur og um andlega velferð kynstofnsins. Það dregur enginn í efa, að mikilsvarðandi sé fyrir hreysti og farsæld þjóðarinnar, að húsfreyjurnar læri bæði matseld, manneldisfræði og heilsufræði, auk ýmissa kvenlegra hannyrða, sem að gagni geta komið í lífsbar- áttunni. En hinu má heldur ekki gleyma, sem meistarinn sagði, að „eitt er nauðsynlegt." Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman! Ef það er nauðsynlegt líkamsheilsunni, að hin efnislega fæða sé holl og góð, þá varðar ekki minna um hina andlegu fæðu. Hamingja og farsæld framtíðarinn- ar fer mjög eftir því, hvernig undirstöðurnar eru lagðar að andlegum þroska barnanna, og ekki sízt því, hvað mæð- urnar kenna þeim að elska og virða, hvaða andlegt vegar- nesti þær fá þeim út í lífið. Því að menningin þróast og vex og ber blæ af því, hvaða verðmæti menn dá og hvaða hugsjón þeir elska. Þar sem hugsjónir deyja deyr þjóðin. Nú eru menn óðum að átta sig á þessu betur en áður var. Þó að alls konar tækni og ytri framfarir hafi aldrei verði meiri í heiminum en nú, þá er reynslan ólygnast vitni um, að hvorki auður né þekking er einhlítt skilyrði til menningar. Vér þurfum einnig fagrar og góðar hug- sjónir til að trúa á og lifa eftir, ef þekkingin á ekki að verða oss til bölvunar og tæknin .til tjóns og eyðileggingar. Það er vegna þessarar sannfæringar, sem því ákvæði hefir verið komið inn í húsmæðraskólalögin, að þar skuli kenna kristin fræði framvegis. Og með því er viðurkennt, að einmitt mæðrunum sjálfum sé bezt trúandi til að sveigja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.