Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 75

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 75
BÆKUR 249 sem til var af heimildum um Krist á dögum Jústíns píslarvotts. — Jústínus deyr um 167. Bls. 265: Höf. telur Nikeutrúarjátninguna á 4. öld fyrstu trú- arjátningu kristnu kirkjunnar. — Hann virðist alveghafa gleymt postullegu trúarjátningunni svonefndu. En fyrsti vísirinn að henni er í upphafi 15. kap. I. Korintubréfs. Sama bls: Lýsing höf. á Kristfræðideilunum verður endi- leysa. Hann skilur ekki sjálfur grískuna, sem hann vitnar í, og fer auk þess rangt með. Bls. 277: Pétur Waldo tekur að prédika og boða trú „eftir fyrirmynd hins heilaga Franz af Assisi." — Franz er þá enn ófæddur. Bls. 336: Höf. virðist hér telja Paneas einn landstjórann á Gyðingalandi. — En Paneas er borg sú, er seinna var nefnd Sesarea Filippí. Sama bls: „Þegar Heródes dó, árið 4 f. Kr„ var Jesús ekki fæddur.“ — Þetta er rangt. Jesús er fæddur fyr en tímatal okkar segir til, einmitt á dögum Heródesar. Bls. 338: Heródes Antípas tekur ekki konu frá Filippusi bróður sínum. En Filippus var tengdasonur þeirrar konu. Bls. 359: Þess sjást ekki nein merki, að Jesús hafi elskað óvini sína, eða lagt neitt í sölurnar fyrir aðra. — Meira öfug- mæli mun naumast hafa verið ritað. Höf. virðist hafa minni þekkingu í þessum efnum en barnaskólabörn. Þau kunna orð Krists á krossinum: Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Bls. 408: Höf. hyggur, að Símon Pétur hafi borið fram við Sesareu Filippí spurninguna um það, hver Jesús sé. — Það er Jesús sjálfur sem spyr: Hvern segja menn mig vera? (Mark. 8 og hliðst.). Þetta á hvert barn að vita löngu fyrir fullnaðar- próf. Sumt er þó rétt hjá höf., t. d. það, að kenningunni um bók- stafsinnblástur Ritningarinnar spjaldanna milli sé nú hrundið með fullum rökum, að Markúsarguðspjall sé elzt guðspjallanna og sameiginleg ræðuheimild liggi til grundvallar bæði í Lúk- asar og Matteusarguðspjalli. En um þetta hafa aðrir skrifað hér á landi löngu á undan honum, miklu nánar og betur. Bókin er undarlega ómerkileg, þegar miðað er við hæfileika höf. á öðrum sviðum. Hún er yfirleitt fremur óskemmtileg af-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.