Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 11
Jóbonnes skírnrt Starf og persóna Jóhannesar skírara eru mistri hulin. Vitnis- burður guðspjallanna gefur ekki skíra mynd. Fátt eitt af því, sem fundizt hefir annars staðar um ævi og starf skírarans, hefir til þessa leyst gátumar. Ástæðan til þess, að hér er vakin athygli á þessum kunnu staðreyndum, er sú, að ekki alls fyrir löngu fund- ust á Gyðingalandi handrit, sem varpa ef til vill nokkru ljósi inn i myrkrið umhverfis persónu Jóhannesar. Guðspjöllin greina svo frá Jóhannesi: Hann er sonur prestsins Sakaría og konu hans Elísabetar (Lúk. 1. 5 nn). Hann kom fram á 3. tug fyrstu aldar e. Kr. og kom á stað trúarvakningu meðal Gyðinga. Hann starfaði sem spámaður. Safnaði að sér læri- sveinahóp. Að sið eldri spámanna ísraels dvaldi hann í eyði- niörkinni (Elía, 1. Kon. 19. 4 nn). Matteusarguðspjall segir dval- urstaðinn vera Júda eyðimörkina (3. 1), vestan Dauðahafsins norðarlega, Lúkas svæðið umhverfis Jórdan (3. 3), en Jóhannes- nrguðspjall nafngreinir þorpin Betaníu austan Jórdanar og Ain- on nálægt Salem, en hvorugur staðurinn er þekktur. Jóhannes sneri baki við lifnaðarháttum og menningu samtíðarinnar. Tók upp lifnaðarhætti hirðingja, svo sem Nasírear og Rekabítar höfðu hvatt til. Hann neytti engisprettna og villihunangs, þess sem ósnortin náttúran lét í té. Klæddist kápu úr úlfaldaskinni og sveipaði um sig reim úr gazellu-leðri, sennilega 8 m. langri, og er það siður hirðingja austur þar enn í dag. — Dvöl hans í eyði- niörkinni á þó trauðla að skoðast sem óvild gegn allri menningu og sambyggð. Hún er miklu fremur „rite de passage", áfangi á leið inn í hið fyrirheitna land Messíasar. Skýra guðspjöllin svo há, að starf Jóhannesar sé í því fólgið að vera röddin hrópandi í eyðimörkinni, er boðar að greiða Drottni veg. — Mun mega leggja

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.