Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Side 14

Kirkjuritið - 01.03.1956, Side 14
108 KIRKJUEITIÐ alda. Sameiginlegt einkenni ýmissa þeirra er, að leiðtogarnir fara með fylgjendurna út í eyðimörkina. Er dvalið þar um hríð, en tilgangurinn er að halda aftur til ísraelslands, ná því á sitt vald og stofnsetja eilíft ríki. Má í því sambandi minna á orð her- sveitarforingjans við Pál, þá er hann er tekinn til fanga í Jer- úsalem (Post. 21. 38): Ekki ert þú þá egypski maðurinn, sem fyr- ir nokkru vakti styrjöld og fór með fjögur þúsund rítingsmenn út á eyðimörkina. Mismunur er á slíkum leiðtogum og Jóhannesi, sá, að hinir fyrr nefndu hyggjast sjálfir munu valda umskiptun- um miklu, Jóhannes bíður þess, að Guð láti til skarar skríða. Starf Jóhannesar er friðarstarf, en ekki ófriðar. Jóhannesi svipar að því leyti meir til leiðtoga eins, sem Jósefus nafngreinir, en þeirra, sem nú hefir verið skýrt frá. Sá hét Banno- us. Jósefus gerðist sjálfur lærisveinn hans, eftir að hafa leitað menntunar og hugsvölunar hjá Fariseum, Saddúkeum og Ess- enum. Bannous var eyðimerkurspámaður. Hann klæddist fötum gerðum úr laufblöðum og át það eitt, er óx úti í náttúrunni ósnortið mannahöndum, það sem hvorki var ræktað né veitt. Hann tók laugar oft dag hvern í rennandi vatni til að hreinsa sig og helga. Jósefus var lærisveinn hans í þrjú ár, sennilega 53—56 e. Kr. — Mataræði B. og hreinsunarsiðum svipar til þess, sem frá er greint um Jóhannes. Þó er sá meginmunur, að skírn Jóhannesar er framkvæmd í eitt skipti aðeins og helgar síðan, en vatnshreinsun Bannousar er margendurtekin. Eru slíkir sið- ir þekktir meðal Essena, Hemerobaptista og annarra slíkra sér- trúarflokka. Dæmi Bannousar, sem ekki er sérstætt, ber það með sér, að það eins og lá í loftinu á þeim tíma, sem hér um ræðir, að þeir, sem væntu umskipta og breytinga þjóðfélagslegra eða trúarlegra, leituðu út í eyðimörkina til þess að hreinsa sig og helga og búa sig og sína undir það, sem koma átti. Því velur Jóhannes eyðimörkina. Úti í Júdaeyðimörkinni fundust árið 1947 merk handrit, sem munu hafa verið helgirit sértrúarflokks eins meðal Gyðinga. Handritin eru kennd við staðinn, sem þau fundust á, Ain Feshcha eða Qumran við vestanvert Dauðahaf norðarlega, skammt frá

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.