Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 15

Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 15
JÓHANNES SKÍRARI 109 Jerikó. Er staðurinn í grennd við dvalarstað Jóhannesar, að vitn- isburði guðspjallanna. — Handritin eru talin vera frá því á fyrstu öld fyrir Krist. Leturgerð handritanna virðist staðfesta það. Ker- in, sem handritin voru geymd í, eru af hellenistiskri gerð, sem bendir til tímans fyrir hernám Rómverja. Náttúrufræðingar úr- skurða liið sarna. Byggja þeir sinn dóm á geislavirkunum í klæði, sem vafið var utan um bókroðlana. Helgiritin geyma því trú- arhugmyndir Gyðingasafnaðar, sem starfaði fyrir tilkomu kristn- innar. Athygli hefir beinzt að ýmsum frásögnum og ummælum helgi- rita þessara, er virðast hafa að geyma hugmyndir og orðatiltæki, er svipar einkennilega mikið til þess, er guðspjöllin og Jósefus greina um skírarann. Eitt handritanna hefir verið nefnt Læri- sveinaroðullinn. Þar greinir frá safnaðarstarfi og vígslum sér- trúarflokksins. Þykir ekki ósennilegt, að Lærisveinaroðullinn sé i'itaður um 20 f. Kr. Nákvæmlega verður þetta þó ekki ákvarð- að. Sé gerður samanburður á kenningu Jóhannesar og riti þessu, virðist sú ályktun ekki fjarri, að hér sé urn að ræða grein- ar á sama stofni. Söfnuður sá, er reit Lærisveinaroðulinn hefir líkzt Essenum næsta mjög. Eru þessi líkingaratriði augljós í milli: Samlíf í eyði- mörkinni í smærri hópum, tíðasöngur, vígslu-eiður, hinir inn- vígðu skiptast í flokka innbyrðis, fyrirmæli um framkomu og hegðun. Mismunur er þó nokkur á sértrúarsöfnuði þessum og Essenum, svo sem þeim er lýst í ritum Jósefusar, en þó ekki meiri en svo, að skýra má út frá breytingu og þróun sömu hreyf- ingar á löngu tímabili. Hefir Jóhannes skírari haft samband við hreyfingu Essena? Því svara ýmsir fræðimenn játandi og tilfæra sem sönnun orðin í Lúk. 1. 80: Og sveinninn (þ. e. Jóhannes) óx og varð þróttmikill í lund, og hann var í óbyggðum til þess dags, er liann var leidd- ur fram fyrir ísrael. Hafa þeir skýrt svo, að hinum unga sveini hafi verið komið til fósturs í eyðimörkinni hjá Essenum. Hafi þeir átt að annast andleg uppeldi hans. Þykir það og renna stoðum undir þessa skoðun, að miðstöð Essenahreyfingarinnar er sögð vera í En-Gedi (Geitalindinni), í Júdaeyðimörk. En sá

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.