Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 18
112 KIRK JURITIÐ ingu, ef hugsanlegt væri, að Jóhannes hefði í æsku sinni notið tilsagnar frómra bræðra í eyðimerkurklaustri, sem hefðu verið meðlimir sömu hreyfingar og Lærisveinaroðullinn er runninn frá. Ekki er hinu að neita, að starf og kenning Jóhannesar er ekki í öllum atriðum eins og ætlazt er til af meðlimum sértrúarflokks þess, sem hér um ræðir. Vatnsvígslur sértrúarflokksins skulu margendurteknar af hverjum einstakling, en skírn Jóhannesar er framkvæmd einu sinni fyrir allt. Jóhannes starfar sem guðinn- blásinn spámaður, en leiðtogar sértrúarflokksins voru fyrst og fremst kennarar og fræðarar. En líkingaatriðin hér eru engu að síður merkileg og athyglisverð. Það er vitnisburður guðspjallanna, að starf Jóh. hafi haft þann tilgang að greiða Drottni veg, og svo skyldi spádómur Jesaja uppfylltur: Rödd manns, er hrópar í óbyggðinni: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans. (Jes. 40. 4). Er í því sam- bandi merkilegt, að sömu augum lítur söfnuður Lærisveinaroð- ulsins á dvöl meðlimanna í eyðimörkinni. Segir svo (Lærisv.roð- ull. VIII. 12—14): „Þegar þetta (stofnun safnaðarins) verður veruleiki í samfélagi ísraels samkvæmt ákvörðunum þessum, skulu þeir (meðlimirnir) yfirgefa bústaði hinna óheiðvirðu og halda út í eyðimörkina til að greiða honum veg, svo sem ritað er (Jes. 40. 3). Greiðið .... (4 punktar í stað nafnsins Jahve) veg í eyðimörkinni, gjörið Guði vorum braut á steppunni." Ótt- inn við af nefna nafn Guðs hefir valdið því, að ritað er „lion- um“ eða höfð punktaröð í stað þess. Verður því ei ráðið, hvorum greiða skal veg, Messíasi eða Guði. í hverju það er fólgið að greiða veginn er tekið fram síðar: iðkun og uppfylling lögmálsins. — í Jóhannesarguðspjalli segir, að skírarinn hafi vitnað til tilvitnunarinnar í Jes. er hann gerði grein fyrir starfi sínu í eyðimörkinni. Gæti þetta bent á andlegan skyldleika Jó- hannesar við hreyfingu þá, sem skóp Lærisveinaroðulinn. Mætti einstakt kalla, ef tilviljun ein ylli sömu hugmyndum og orða- lagi hér. Athyglisverðar eru í þessu sambandi einnig hugmvndir Qumran-safnaðarins um hina síðustu tíma og hvað þá muni gerast. Segir í Lærisveinaroðlinum (VI. 20), að Guð muni við

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.