Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Side 22

Kirkjuritið - 01.03.1956, Side 22
116 KIRKJURITIÐ Bækur Mandea segja Jóhannes skírara haía verið aðalfræð- ara og leiðtoga sértrúarflokks síns. Er ekki ómögulegt, að flokk- ur þessi kunni að eiga rætur að rekja til starfs einhverra læri- sveina skírarans. Aðrir telja ástæðuna til þess, að Jóhannes verð- ur höfuðspámaður Mandea, þá, að þeir hafi með því viljað sýna andúð sína á kristindóminum. Andúðin á kristninni er einkenni á Mandeahreyfingunni. — Qumranhandritin geyma trúfræðileg- ar hugmyndir, sem svipar næsta mjög til hugmynda, sem fram koma í bókum Mandea. Vakna því að nýju gömul vandamál: Hvert samband kunni að vera milli starfs Jóhannesar og Mandea annars vegar og hvað í frásögum Mandea-bókanna af Jóhann- esi geti hafa sagnfræðilegan fróðleik að geyma. Qumran-ritin hafa þannig gefið ærin umhugsunarefni þeim, sem vildu reyna að gera sér grein fyrir Jóhannesi skírara, per- sónu hans, boðskap, lífi og starfi. Þótt enn sé myrkur yfir mörgu, sem rannsókn þessa verkefnis snertir, veit enginn, nema dagur- inn kunni að vera í nánd. (Aðalheimild: Bo Reiche: Ritgerð um Jóhannes skírara og sami höf: Qumran handritin.) Bæn. Ó, Drottinn, þú, sem ert lífið í lífi mínu og andinn í anda mínum. Ver mér miskunnsamur, fyll mig heilögum anda þínum og kærleika, svo að ég gefi engu öðru rúm í hjarta mínu. Ekki bið ég um nokkurra aðra gjöf en þig sjálfan, sem ert gjafari allra góðra gjafa, og vekur lífið. Ekki bið ég um heiminn með glysi sínu og dýrð, né heldur um himinninn. Þín eins þarfnast ég, því að þar, sem þú ert, þar er himinninn. 'Þú veitir hjarta mínu huggun og auð. Þú, skaparinn, hefir skapað það þannig, að það skuli þrú þig framar öllu öðru í hinum skapaða heimi. Þess vegna finnur hjarta mitt ekki frið í neinu, nema þér einum, sem vaktir þrá þess eftir friði. Rýn1 því öUu, sem þér er andstætt úr huga mínum og hjarta, svo að þú getir búið þar og rikt þar sjálfur. — Sundar Singh.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.