Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 30

Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 30
ÚTFARARSIÐIR ('Úivarpscrindi fluil t nóv. 1955. Siylt Utið eitt.) Síðan kirkja og bálstofa var reist í Fossvogi, hafa útfararsiðir breytzt hér í bænum til batnaðar. Aður var það títt, að fjölmenn- ar líkfylgdir færu um aðalgötur bæjarins. Nú má það kallast við- burður, ef bæjarbúar sjá líkfylgd fara gangandi um göturnar. Aður var sá siður mjög algengur, að fólk stæði berhöfðað í kirkju- garði hvernig sem viðraði, meðan presturinn kastaði rekunum á kistuna og sálmur var sunginn. Þessi siður hefir nú að miklu leyti lagzt niður, og fer athöfnin fram í kirkjunni. í Fossvogs- kirkju er þetta venja, sem ekki er út af brugðið, nema eftir ein- dreginni ósk aðstandenda. Þegar athöfninni í kirkjunni þar er lokið, er tjald dregið fyrir og kistan svo jarðsett síðar. Engum kemur til hugar, að nauðsynlegt sé eða æskilegt, að ættmenn eða vinir séu viðstaddir um leið og bálför fer fram. Á sama hátt ætti það að vera föst venja í fjölbýli, að útfarar- athöfninni sé að fullu lokið í kirkjunni og lagður sé niður sá sið- ur, að fylgja kistunni í kirkjugarð, með sérstakri athöfn þar, hvemig sem viðrar. Sú athöfn er þar ekki nauðsynleg en eykur aðeins sársauka hinna sorgmæddu, er verða að horfa á kistuna hverfa í jörðina og skilja svo við hana í hinni opnu gröf. En hvernig sem á þetta er litið, leikur það varla á tveim tung- um, að hættulegt getur verið fyrir fólk á öllum aldri, að standa berhöfðað langa stund í kirkjugarði í misjöfnu veðri, meðan jarðsetningin fer fram. Vilji menn halda kirkjugarðsathöfninni í dreifbýlinu, ætti þó að taka þá venju upp um allt land, að sleppa athöfninni í kirkjugarðinum, ef veður er ekki gott. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt að vetrarlagi. Útförin á í eðli sínu að vera virðuleg og einföld kveðjuathöfn. Tildrið og yfirborðshátturinn á að þurrkast burtu. Ekkert er eins

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.