Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 35

Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 35
Séra $ón J)étursson (yrrv. prófastur scxlugur Hinn 1. þ. m. varð séra Jón Péturs- son fyrrv. prófastur frá Kálfafellsstað sextugur. Hann varð stúdent héðan frá Menntaskólanum vorið 1924, en guð- fræðiprófi lauk hann tæpurn fjórum ár- um síðar. Hann var settur sóknarprest- ur í Kálfafellsstaðarprestakalli hinn 8. maí 1928 og vígðist 13. s. m., en veitt var honum prestakallið mánuði síðar. Prófastur var hann í Austur-Skafta- fellsprófastsdæmi frá 1930 þar til hann fékk lausn frá embætti 1944. 1936 gekk hann að eiga konu sína, frú Þóru Einarsdóttur, vegaverkstjóra, Jónssonar, sem hann telur einhverja þá beztu Guðs gjöf, er hann hafi hlotið á lífsleiðinni, ásamt þrem mannvæn- ^guin börnum þeirra hjóna. l'oreldrar séra Jóns voru þau séra Pétur Jónsson, háyfirdómara, Péturs- s°nar, prestur á Kálfafellsstað og kona hans frú Helga Skúladóttir, en að beim hjónum stóðu einhverjir þeir beztu stofnar, sem fvrirfinnast með þjóð x’orri. — Og þá er vel, þegar mönnum auðnast að verða samnefnarar f-vrir alla beztu kosti góðra ætta, en sú er raunin á urn séra Jón. Hann er l’úinn hinum farsælustu gáfum, hefir ósvikið ættanninni og alla ævi verið Vr^a að sér ýmsum fróðleik, en saga hefir jafnan verið lians hugðarefni, s'° og landafræði og mannflokkafræði. Síðan dr. Hannes Þorsteinsson leið 0g Pétur heit. Zóphóníasson, mun séra Jón vera sá íslendingur, sem einna bezt veit skil á ættum hérlendra manna, þegar miðað er við lands- ^yggðina í heild. Séra Jón er maður hygginn og hollráður, og svo trygg- 'yndur að af ber. Nokkurn skugga hefir borið á líf þeirra hjóna á síðastliðnu ári. Frú °ra átt við vanheilsu að stríða, og hefir nýlega gengið undir upp- Ul< í Danmörku. En allt útlit er fyrir að hún nái heilsu, svo sólin geti Ur skinið yfir þeirra góða og gestrisna heimili. — K. S. 9

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.