Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 36

Kirkjuritið - 01.03.1956, Page 36
Nýr erkibiskup af York Kirkjuritið skýrir frá því, að dr. Michael Ramsay hafi verið skipaður erkibiskup í Jórvík (York.) Ensk kirkjublöð tala um skipun þessa sem mjög sjálfsagðan og eðlilegan hlut. Dr. Ramsay hefir ekki aðeins verið einn af merkustu lærdómsmönnum ensku kirkjunnar, heldur hefir hann í þau fáu ár, sem hann hefir verið biskup, getið sér orð fyrir það, hve annt honum hafi verið um að kynnast högum presta sinna. Þegar ég sá fréttina um skipan dr. Ramsay, rifjaðist upp fyrir mér smáatvik, sem ég hefi stundum haft gaman af að minnast, frá þeim litlu persónulegu kynnum, sem ég hefi haft af þessum kirkjulega víkingi. Það þarf raunar ekki annað en að sjá mann- inn, til þess að hann verði minnisstæður. Hann er maður rosk- inn, í hærra lagi, en mjög þrekinn um herðar og svipurinn stór- skorinn, andlitið breitt og ennið hátt og hvelft. Augun góðleg, blá að mig minnir, og yfirbragðið gáfulegt og glaðlegt í senn. Fyrir nokkrum árum bauð erkibiskupinn í Kantaraborg lút- ersku kirkjunum á Norðurlöndum til viðræðna um kenningar og siðu hinna tveggja kirkjudeilda, hinnar anglikönsku og.hinn- ar lútersku. Á þessum fundi var ég fulltrúi íslenzku kirkjunnar. Fékk ég þar afbragðs tækifæri til að kynnast merkum og máls- metandi mönnum. Kusum við lúterskir kennimenn fyrv. Oslóar- biskup Eyvind Rerggrav sem okkar flokksforingja, en foringi Englendinganna var Dr. Ramsay. Stundum héldu lútersku guð- fræðingar fundi út af fyrir sig, og anglikanarnir einnig. Ef uffl sameiginlegar yfirlýsingar var að ræða frá hvorum flokki, höfðu fbringjarnir orð fyrir flokknum. Ekkert „rabies theologorum (æði guðfræðinganna) var þarna á ferðum, heldur báru menn saman bækurnar í mesta bróðerni og með mikilli virðingu fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.