Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 38
Viðtal við prófessor Fr. Heiler Prófessor Fr. Heiler frá Marburg í Þýzkalandi var hér á ferð- inni á heimleið sinni frá Ameríku. Hann er fæddur í Múnchen 1892 af kaþólskum foreldrum, en snerist til mótmælendatrúar í Svíþjóð 1919, fyrir áhrif Söder- bloms erkibiskups kennara síns. Síðan varð Heiler kennari í trúarbragðasögu við háskólann í Marburg, og er það enn. Af rit- um hans má nefna bók um Sadhu Sundar Sing og aðra um bænina. Prófessor Heiler er hæglátur og geðþekkur maður. Vellærður. Hann dvaldi nokkra daga á heimili Jóns Auðuns dómsprófasts, prédikaði á sænsku í dómkirkjunni 22. janúar s. 1. og hélt tvö erindi á vegum guðfræðideildarinnar daginn eftir. I erindum sínum lagði prófessorinn áherzlu á, hve margt er sameiginlegt með öllum trúarbrögðum. Mundu hin miklu aust- urlenzku trúarbrögð því halda áfram, að móta hugmyndir manna og líferni á margvíslegan hátt um langan aldur. Hins vegar vséri kristindómurinn víðtækasta opinberun Guðs, og ætti þess vegna að geta mestu til vegar komið og ná víðast. Væri þess og að vænta, að á sigurför sinni myndi kirkjan í hverju landi vernda og tileinka sér það sannasta og bezta úr öðrum átrúnaði. Sem svar við ýmissum fyrirspurnum gaf hann eftirfarandi upp- lýsingar: Kirkjusókn í Vestur-Þýzkalandi er nú ekki sem æskilegust og sízt vaxandi. Stafar það m. a. af hinum mikla flóttamannastraumi austan að. Hins vegar er tiltölulega betri kirkjusókn nú i Austur-Þýzkalandi en fyrir styrjöldina, vegna þess að innan kirkjunnar njóta menn þar öllu meira frelsis en svo að segja a nokkru öðru sviði. Jafnaðarmannastefnan í Þýzkalandi er nú ekki eins þrælbundin efnishyggjunni, eða jafn andvíg kristindóminum og í gamla daga-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.