Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 41

Kirkjuritið - 01.03.1956, Síða 41
Organleikari í 60 ár Guðmundur Jónsson hreppstjóri frá Valbjarnarvöllum í Mýrasýslu átti sjötugs afmæli 13. maí s. 1. Um fjölda ára hefir hann verið organ- isti í Stafholtskirkju — og 11 ára gamall spilaði hann þar í fyrsta sinn við kirkjulega athöfn. Guð- mundur er maður ágætlega gefinn og hefir gegnt og gegnir trúnaðar- störfum fyrir sveit sína, en minn- isstæðastur verður hann vegna sinna miklu hæfileika á músiksvið- ]nu. Beztu stundir hans munu vera, er hann situr við hljóðfærið og lað- ar fram ljúfa tóna, en söngvinir góðir skipa sér umhverfis hann. Guðmundur hefir verið eftirlitsmaður söngmála í Mýraprófasts- dæmi undanfarin ár, sóknarnefndarmaður Stafholtssóknar þar til hann flutti frá Valbjarnarvöllum, — spilað í Stafholtskirkju við hverja messu — og við guðþjónustur víðar. Glatt hefir það rnig æ að sjá minn góða vin, Guðmund koma, skyldurækinn og ahugasaman. Mæli ég fyrir mína hönd og söfnuð Stafholtskirkju, er ég segi, að ég kunni honum beztu þakkir fyrir langt og gott samstarf. Kvæntur er Guðmundur Þórunni Jónsdóttur frá Galtarholti, hinni ágætustu konu, og dvelja þau með dóttur og tengdasyni að stórbýlinu Einarsnesi. Vinsældir Guðmundar mátti glöggt af því marka, að á af- mæli hans héldu Borghreppingar honum — og þeim hjónum — veglegt samsæti í samkomuhúsi hreppsins á Brennistöðum. Var þar margt manna saman komið, heiðursgestinum góðar gjaf- ir gefnar, margar ræður fluttar, svo og kveðja í ljóðum. Auðna og ánægja fylgi ætíð Guðmundi og fjölskyldu hans — °g sem lengst vona ég að fá að heyra orgelleik hans við guðs- þjónustur í Stafholtskirkju. Bebgur Björnsson.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.