Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.03.1956, Qupperneq 42
OCaþólska kirklan og Uáðsifómarrikin AUmikið hefir undanfarið verið urn það rætt, að nokkur stefnubreyt- ing hafi átt sér stað, að því er varðar framkomu þessara aðila hvors í annars garð. Talið, að báðir hafi hug á bættri sambúð. Enda báðum hagur, þar sem um 52 milljónir kaþólskra manna muni vera í Austur-Erópu. Að vísu hefir páfaríkið neitað því, að um nokkra „samninga“ sé hér að ræða, en ýmislegt bendir samt til, að ekki hafi aðeins komið fram nýjar skoðanir á málunum, heldur jafnvel aðrir starfshættir verið upp teknir. Bent er m. a. á eftirfarandi atriði því til sönnunar: Forstjóri stjörnufræðistofnunar í Moskvu hefir boðið forstöðumanni hlið- stæðrar stofnunar í páfagarði á stjarnfræðingamót, sem fyrirhugað er að halda í Moskvu árið 1958. A alþjóðafundi kaþólskra manna, er haldinn var í Varsjá á öndverðum þessum vetri, mættu fulltrúar frá Frakklandi, Belgíu, Englandi og Vestur- Þýzkalandi með leyfi páfastólsins. Cyrankiewicz forsætisráðherra Póllands hefir lýst yfir, að það bryti ekki í bága við stefnu rikisstjórnar hans, þótt komið væri á stjórnmálasambandi milli Póllands og páfastólsins. Enn þykir augljóst, að Ráðstjórnarríkin hafi upp á síðkastið dregið úr áróðri og andspymu gegn kirkjunni. Krutschev lýsti viðhorfi ráðstjómarinnar til trúmálanna svo í viðtali við franska stjórnmálamenn í haust: Ráðstjórnin viðurkennir, að hver mað- ur liafi fullt samvizkufrelsi, og megi játa hverja þá trú, sem honum þókn- ast. En kirkja og ríki eru aðskilin, og eins og ríkið skiptir sér ekki af sérmálum kirkjunnar, er þess krafizt, að kirkjan blandi sér ekki í stjóm- mál né verafdarleg málefni yfirleitt. Valdhafar Ráðstjómarríkjanna eru guðleysingjar (atheistar), en þeir gæta þess, að prestamir verði ekki fyrir yfirgangi innan síns verkahrings. Ilins vegar þykir þess glöggt hafa gætt, að meðal kaþólskra ráðamanna gæti mjög tvennra sjónarmiða varðandi kommúnismann og Ráðstjómarrik- in. Einnig meðal Jésúíta, sem mest hafa völdin. Forstöðumaður „Rússnesku stofnunarinnar" í páfagarði er Gustav Wett- er, austurrískur Jésúíti. Hann er sagður mestur kaþólskur fræðimaður um öll ráðstjómarmálefni. Hann hefir ritað víðlesna bók, — er nefnist: „Der dia

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.