Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 15
umhverfisvernd. Sérstaklega á það við, þegar um hrein bönn er að ræða, t.d. við dreifingu hættulegra efna, sbr. 1. gr. tilskipunar um varnir gegn mengun vatns í Finnlandi (1962). Þar er lagt algjört bann við því að hleypa geislavirkum úrgangsefnum, olíu eða eitri í vötn. Á það er þó hér að líta að almenn stjórnvaldsfyrirmæli eiga, eðli sínu samkvæmt, aðeins við um þau atriði, sem í fyrirmælum eru nán- ar skilgreind. Hins vegar eru þau ekki fullnægjandi réttarúrræði, þegar meta á t.d. hvort tiltekin efnamengun í umhverfinu er skaðleg eða ekki. Þar er óhjákvæmilegt að mat stjórnvalda ráði, sem byggt er á mismunandi staðháttum og aðstæðum öllum. Mengunarhætta frá álverksmiðju á hreggbarinni strönd ér t.d. minni en væri hún staðsett í dalverpi í landbúnaðarhéraði. Kemur hér því helzt til greina, að almenn stjórnvaldsfyrirmæli geymi ákvæði um mengunarmörk, en láti leyfi velta á mati stjórnvalda, þégar út fyrir þau er komið. Iðu- lega verður einnig að vega og meta hina mismunandi hagsmuni, sem rekast á í mengunarmálum, þ.e. þá hagsmuni einstaklinga, sem felast í því að geta rekið atvinnufyrirtæki án ítarlegra boða og banna, og allsherjarhagsmuni þá, sem fólgnir eru í því að verja umhverfið meng- un. Spurning getur t.d. verið, hvort krefjast eigi svo dýrra hreinsi- tækja, að fyrirhuguð áburðarverksmiðja verði alls ekki byggð í hér- aði þar sem atvinnuleysi ríkir. Hér verða stjórnvöld að hafa allmikið frelsi til frjáls mats, að vísu innan heildarramma mengunarstaðla. Sama er að segja um þetta atriði á sviði náttúruverndar. Það verður t.d. ávallt matsatriði hvaða landsvæði á að friðlýsa og banna þar fyrri not. Um slíkt er ekki unnt að setja almennar réttarreglur. B. Landskipulag. Með ákvæðum skipulagslaga, bæði í dreifbýli og þéttbýli, er á Norð- urlöndum fjallað um mörg mikilvæg umhverfisverndaratriði. Meng- andi iðnaður er aðeins heimilaður á þeim stöðum, sem af honum stafa minnst óþægindi. Flugvellir eru ekki byggðir í næsta nágrenni við borgir, né hraðbrautir við hlið sjúkrahúsa. Dæmi um þetta er 136. gr. sænsku býggingarlaganna, þar sem segir, að ríkisstjórnin skuli ákveða hvar umhverfishættulegri atvinnustarfsemi skuli valinn stað- ur. Ákvæði i skipulagslögum um að leyfi þurfi til bygginga í dreifbýli hér á landi eru annað dæmi um mikilvægt umhverfisverndaratriði sbr. 1. gr. 1. nr. 31/1978 um breyting á skipulagslögum nr. 19/1964. 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.