Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 22
ins, sem samþykkt var samhliða umhverfisverndarlögunum 1973. (IV. kafli laganna). Loks er heimildir að finna í lögunum fyrir ráðherra til þess að setja almennar reglur og gefa út leiðbeiningar um, hver séu leyfileg mörk mengunar. Jafnframt að gefa út reglur um hönnun og rekstur allra þeirra fyrirtækja, sem að einhverju leyti verður talin varða umhverf- isverndarmál. í dönsku umhverfisverndarlögunum (1. gr.) segir, að markmið þeirra sé: (1) að koma í veg fyrir mengun lofts, láðs og lagar; (2) að hindra hávaðamengun; (3) að skapa íbúum landsins heilbrigð umhverfisskil- yrði og (4) að skapa stjórnsýslugrundvöll fyrir mengunarvarnir og' skipulagsáætlanir á þeim vettvangi. 1 V. kafla laganna er fjallað um atvinnurekstur, sem getur verið umhverfinu sérstaklega hættulegur. Er þar svo fyrir mælt, að þau fyrirtæki (atvinnurekstur), sem skráð eru í sérstökum viðauka við lögin, megi ekki setja á stofn eða hefja rekstur, nema leyfi hafi verið til þess fengið. Ekki mega heldur slík fyrirtæki færa út kvíarnar eða breyta tækjakosti sínum eða rekstri, ef það hefur í för með sér aukna mengun, nema fá til þess heimild. Þau leyfi, sem hér er um rætt, eru veitt af hlutaðeigandi sveitarstjórnum. (39. gr.). Leyfisveitingar á grundvelli umhverfisverndarlaganna og stjórn- sýslan á þeim vettvangi er í höndum ýmissa stjórnvalda og því ekki hér um verulegt miðstjórnarvald að ræða. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerða, sem settar eru á grundvelli þeirra, annast sveit- arstjórnir landsins og jafnframt að nokkru leyti amtsráðin, t.d. vegna leyfisveitinga til fyrirtækja eða atvinnureksturs, sem er í eigu sveitar- félaga. Þá fjalla amtsráðin um mengunarhættu í ám og vötnum lands- ins og í hafinu nálægt ströndum. Æðsta stjórnvald á umhverfis- málasviðinu er umhverfismálaráðherrann og er hann yfirmaður sér- stakrar stjórnardeildar (miljöstyrelsen), sem fer með yfirstjórn meng- unarvarna í landinu og er hluti umhverfismálaráðuneytisins, (miljö- ministeriet). Ákvörðun sveitarstjórna, amtsráða og höfuðborgarráðs Kaupmanna- hafnar í umhverfismálum er unnt að áfrýja til umhverfismálastjórnar- deildarinnar (miljöstyrelsen). Þeim úrskurðum, sem deildin eða ráð- herrann sjálfur tekur, er síðan unnt að áfrýja til sérstakrar áfrýjunar- nefndar, (miljöankenævnet) sem starfar þó sem stjórnsýsluaðili, en ekki dómstóll, og er óháð öðrum stjórnvöldum í störfum sínum. For- maður hennar skal hafa embættisgengi landsdómara. Aðrir nefndar- menn eru skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu ýmissa landssambanda 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.