Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 30
fjöruborði, nema þegar um er að ræða nýtingu strandar vegna land- búnaðar, fiskveiða eða skógarhöggs, sbr. 15. og 16. gr. laganna. c) Finnland. Ákvæði í finnskum rétti ganga einna skemmst í norrænni löggjöf að því er varðar náttúruvernd. Ein skýring þess er e.t.v. sú, að lögin um náttúruvernd eru meira en hálfrar aldar gömul, voru sett árið 1923. Síðan hafa sjónarmið og stefnumörkun í náttúruverndarmálum tekið verulegum stakkaskiptum, svo sem kunnugt er. 1 lögunum eru heimildir til þess að stofna til náttúruverndarsvæða á landi, sem er í ríkiseign og einnig í einkaeign, en í þeim tilvikum þarf samþykki eiganda að koma til. Sé land í ríkiseign friðað, verða þar þó ekki skert réttindi einstaklinga, sem höfðu áður stofnast, sbr. 8. gr. laganna. Sé ætlunin að stofna til friðunarsvæða gegn vilja land- eiganda, verður að taka landið eignarnámi, sbi'. 18. gr. Hafa lög þessi verið á síðari árum gagnrýnd á þeim forsendum, að þau gangi of skammt og veiti ekki nægar heimildir til friðlýsingar og náttúru- verndar. Fram hefur m.a. komið, að frjáls og óskipulögð taka sands og malar hefur víða valdið verulegum náttúruspjöllum. Útivistarlög voru sett í Finnlandi árið 1973. Þau heimila m.a. gerð útivistarvega gegn bótagreiðslu til landeigenda, stofnun sérstakra úti- vistarsvæða á ríkislandi og fjalla einnig um leyfi til stofnunar sérstakra viðlegusvæða. Yfirleitt er umferð háð leyfi landeigenda og því um mun takmarkaðri almannarétt að ræða en á hinum Norðurlöndunum. d) Danmörk. Núgildandi náttúruverndarlög eru 1. nr. 314/1969 með breytingum í 1. nr. 284/1972. Markmið laganna er að varðveita landsvæði, sem sérstaka þýðingu fyrir almenning, vernda plöntur, dýr og merkar jarðfræðilegar myndanir, opna svæði til útivistar, sem til þess eru sérstaklega fallin, og loks að koma í veg fyrir að umhverfi spillist vegna mengunar (1. gr. laganna). Friðun lands getur verið af tvennu tagi samkvæmt lögunum, sbr. 20. gr. f fyrsta lági friðun, sem miðar að því að landið haldi sínu upprunalega svipmóti. 1 slíkum tilvikum er heimilt að leggja hömlur á starfsemi eða atvinnurekstur á svæðinu og jafnvel krefjast leyfis til slíks. I öðru lagi er um friðun að ræða, sem hefur það að markmiði að gefa almenningi kost á að ferðast um svæðið eða dveljast þar í útivistarskyni. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.