Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 36
svo ótvírætt sé slegið neinu föstu um slíka ábyrgð.12 Á þetta álitamál reynir í tiltölulega fáum norskum dómum. Er ástæðan fyrir því senni- lega fyrst og fremst sú, að norskir dómstólar ganga lengra en gert er annars staðar á Norðurlöndum í að beita algerlega hlutlægri ábyrgð. Hefur hlutlægri ábyrgð einmitt verið beitt í tilvikum, þar sem ábyrgð á sök sjálfstæðra verktaka kemur helst til álita, t.d. vegna vanbúnaðar fasteignar. Einnig má benda á, að 1 lögum um nábýli og vatnalögum eru ákvæði um hlutlæga ábyrgð fasteignareiganda, og þarf því ekki að grípa til ólögfestra réttarreglna um þau atvik, sem lögin taka til.13 Hingað til hefur því þróun þess réttaratriðis, sem hér um ræðir, verið nokkuð önnur í Noregi en í Danmörku og Svíþjóð. Island. Um gildandi íslenskan rétt á þessu sviði er enn minna vitað en rétt nágrannaríkjanna. Þó hefur aðeins örlað á víðtækri ábyrgð fast- eignareiganda, sbr. Hrd. 1969, 117 (þak fauk af húsi prentsmiðju á Akureyri og skemmdi bifreið).14 Hrd. 1967, 1163 varðar bótakröfu gests, sem slasaðist á útidyra- tröppum veitingahússins Klúbbsins í Reykjavík. Slysið var að nokkru rakið til vanbúnaðar pallsins. Hlutafélag það, er rak veitingastarfsem- ina, mun ekki hafa átt húsið. Þó var bótaábyrgð felld á það. Ségir í dómi, að félagið beri „ábyrgð á vanbúnaði veitingastaðarins.“ Hér er dæmi um, að leigutaki fasteignar beri bótaábyrgð á vanbúnaði, sem þriðja manni verður fyrst og fremst kennt um, þ.e. þeim sem sáu um smíði hússins. En jafnframt má segja, að á leigutakanum hvíli viss aðgæsluskylda gagnvart viðskiptavinum hans. Má því til sanns vegar færa, að hér byggist bótaskylda leigutakans á sök hans eða starfs- manna hans. Af öðrum hæstaréttardómum um ábyrgð eiganda eða umráðanda fasteignar utan samninga er ekki að sjá, að varnarðili beri ábyrgð á sök verktaka eða annars aðila, sem eigi er starfsmaður í merkingu reglunnar um ábyrgð vinnuveitanda, sbr. t.d. Hrd. 1955, 616.15 í þeim dómi var Hafnarsjóður Reykjavíkur sýknaður af bótakröfu vegfar- anda, sem beið tjón, er kol hrundu úr kolakrana vegna yfirsjónar 12 Erling Selvig, Det sákalte husbondsansvar, Oslo 1968, bls. 9 og 52—3 og Ander- sen, bls. 283. 13 Andersen, bls. 285—6 og Birger Stuevold Lassen, Carsten Smith, Ingolf A. Vislie, Erstatning og trygd, Oslo 1953, bls. 243—4. 14 Sbr. Arnljótur Björnsson, Tengsl vinnuveitanda og starfsmanns sem skilyrði vinnuveitandaábyrgðar, Tímarit lögfræðinga 1979, bls. 63. 15 Um ýmsa aðra dóma fjallar Hörður Einarsson, Fébótaábyrgð fasteignareiganda á búnaði hennar, Úlfljótur 1973, bls. 369—375. 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.