Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Síða 47
tilviljunarkennd (ótengd) afleiðing af verkinu, sem um var samið. Væri sendillinn hins vegar starfsmaður verkkaupa bæri verkkaupi bótaábyrgð. Bótaskylda vinnuveitanda er að þessu leyti miklu ríkari en ábyrgð verkkaupa á starfsemi, sem er í eðli sínu hættuleg.30 6. ÖRFÁ ORÐ UM ENSKAN RÉTT Bandarískar réttarreglur um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum eiga sér fyrirmynd í enskum rétti. í Englandi hefur ábyrgð á sjálfstæðum verktökum t.d. verið viðurkennd í eftirtöldum flokkum mála: (1) Grunngröftur. Sá, sem húsgrunnur e.þ.h. er grafinn fyrir, ber ábyrgð á tjóni, er verður vegna þess að sjálfstæður verktaki raskar stuðningi, er hús nágranna hefur af aðliggjandi jarðvegi. (2) Framkvæmdir á þjóðvegum og öðrum almennum umferðarleiðum. Þegar maður lætur verktaka inna af hendi framkvæmdir á þjóðvegi eða almennri umferð- arleið, ber hann ábyrgð á tjóni, er hlýst af mistökum eða yfirsjónum verktakans, ef framkvæmdirnar eru fallnar til að valda vegfarendum hættu. (3) Framkvæmdir á fasteign. Eigandi fasteignar ber ábyrgð á verktaka, sem veldur tjóni á landi eða öðrum hagsmunum nágranna. Dæmi um þetta er eldsvoði, er breiðist út frá landi þess, sem unnið er fyrir eða ónæði (,,nuisance“) af byggingarframkvæmdum. (4) Mjög hættulegar athafnir („extra-hazardous acts“) geta leitt til skaðabóta- ábyrgðar verkkaupa á háttsemi verktaka. (5) Vinnuslys. Enskur vinnu- veitandi er bótaskyldur vegna sakar verktaka, sem vinnur fyrir hann, ef verkið snertir öryggi starfsmanna vinnuveitandans, t.d. þegar verk- taki er fenginn til viðgerða eða eftirlits með vélum á vinnustað. Enskar reglur um ábyrgð á sjálfstæðum verktokum eru venjulega rökstuddar með því, að á verkkaupa eða öðrum slíkum aðila, er verk- taki vinnur fyrir, hvíli „óframseljanleg“ skylda, sbr. 4. kafla hér að framan. Öll framangreind dæmi úr enskum rétti eiga sér einhverja hliðstæðu í bandarískum rétti og í stórum dráttum má segja að svip- aðar meginreglur gildi um umrætt réttaratriði í Englandi og Banda- ríkjunum.31 30 Farið er eftir dæmi hjá Fleming, bls. 380. 31 Um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum í enskum rétti sjá einkum Atiyah, bls. 325—378. Af öðrum ritum má nefna Clerk & Lindsell on Torts, 14. útg., London 1975, bls. 150—160, John G. Fleming, An Introduction to the Law of Torts, Oxford 1967, bls. 172—4, Salmond on the Law of Torts, 17. útg., London 1977, bls. 485—492 og Winfield and Jolowicz on Torts, 10. útg., London 1975, bls. 153—6 og 536—540. 141

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.