Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Qupperneq 50
starfsmönnum, en örfá dæmi eru um slíkt annars staðar á Norður- löndum. Þótt framangreint yfirlit sé mjög almennt og ágripskennt, má sjá, að í vissum tilvikum er niðurstaða bandarísks réttar svipuð eða sú sama og í norrænum rétti.36 Aðferðir Bandaríkjamanna koma Islend- ingum á hinn bóginn ókunnuglega fyrir sjónir. Notkun hugtaksins ,,óframseljanleg“ skylda er íslenskum lögfræðingum sérstaklega fram- andi. Margir bandarískir (og breskir) fræðimenn telja og, að þetta hugtak sé notað sem skálkaskjól til þess að dæma ábyrgð á hendur mönnum í mjög óskyldum tilvikum. Sumir geta fállist á, að „ófram- seljanleg“ skylda sé viðurkennd, er verkkaupi felur verktaka verk, sem hreinar hlutlægar bótareglur eiga við um, en telja hins vegar óeðlilegt, að slík skylda hvíli á verkkaupa, þegar um er að ræða verk, er krefjast aðeins venjulegrar varúðar, svo sem að gæta almennra öryggisráðstafana í þágu verkamanna á vinnustað.37 Verður að taka undir þessar athugasemdir. Ýmsar umræddra reglna, sem koma ís- lenskum lögfræðingum spánskt fyrir sjónir, má reyna að skýra með þeim erfiðleikum, er stafa af því, hve bandarískur réttur er snauður af lögfestum skaðabótareglum. 1 Bandaríkjunum skortir t.d. almennt ákvæði um ríka bótaábyrgð eiganda eða notanda bifreiðar á borð við reglur settra laga í mörgum öðrum ríkjum heims. íslenskir dómstól- ar hafa í bótamálum vegna tjóns af bifreiðum ekki þurft á að halda röksemdafærslu á borð við þá, er getur að líta í dóminum í máli Maloney gégn Ratli. Þegar litið er á reglur þær, sem höfundar Rest. 2nd hafa mótað eftir dómum, er fallið hafa um ábyrgð á sjálfstæðum verktökum, má sjá, að ýmsar þeirra eru mjög rúmar og sumar jafnvel svo víðtækar, að óttast má að dómstólum reynist torvelt að setja þeim eðlileg takmörk, sjá t.d. 423. og 424. gr. Rest. 2nd. Setja má fram þá tilgátu, að tilvist ,,Restatement“ valdi útvíkkun þeirra athafnasviða, sem ábyrgð á sjálf- stæðum verktökum er látin ná til. Tilgáta þessi skal nú skýrð nánar. Höfundar „Restatement“ reyna að orða sem nákvæmast bótareglur, er dómstólar hafa myndað. Það er afar erfitt verk að stíla hnitmið- aða almenna reglu eftir dómum, er leysa réttarágreining eftir mála- vöxtum, sem aldrei eru nákvæmlega eins í tveimur eða fleiri málum. Að vísu tíðkast mjög, að bandarískir dómar myndi almennar reglur, 36 Selvig tekur full djúpt í árinni, er hann segir, að á þessu sviði virðist skandi- navískur réttur samrýmast að verulegu leyti bresk-bandarískum rétti (bls. 9). 37 Fleming, bls. 378. 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.