Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Side 52
menn séu ekki bótaskyldir vegna skaðaverka af hálfu sjálfstæðs verktaka. Niðurstaðan af ofangreindu verður sú, að bandarískir dómstólar hafi teygt bótaskyldu vegna sjálfstæðra verktaka of langt. Reglur um ótengt gáleysi eru mótvægi gegn þeirri þróun og draga úr þeim öfgum, sem hinar víðtæku ábyrgðarreglur leiða til í mörgum tilfellum. Þetta mótvægi eykur þó á réttaróvissu og verður að teljast miður heppileg leið úr þeim ógöngum, sem dómstólar hafa oft á tíðum ratað í, ekki síst vegna óhóflegrar beitingar hinnar vafasömu „reglu“ um „óframselj anlegar“ skyldur. 8. EFNI I STÖRUk DRÁTTUM 1 norrænum skaðabótarétti utan samninga er það almenn regla, að sá, sem sjálfstæður verktaki vinnur fyrir, er ekki bótaskyldur vegna tjóns af völdum verktakans eða starfsmanna verktakans. Ýmis rök hafa verið færð með og á móti þessari reglu, og eru sum þeirra rakin í 1. kafla. Norrænir dómstólar, einkum danskir, hafa stundum vikið frá al- mennu reglunni, án sérstakrar lagaheimildar. Dómaframkvæmd er þó ekki fast mótuð, en benda má á málaflokka, þar sem sérstakrar tilhneigingar gætir til að leggja á ábyrgð vegna sjálfstæðs verktaka. Einkum á þetta við um tjón af framkvæmdum á fasteign. Fulls sam- ræmis gætir ekki meðal þeirra ríkja á Norðurlöndum, sem vikið er að, en ýmsir megindrættir eru sameiginlegir (2. kafli). Bandarískir dómstólar víkja frá aðalreglunni um ábyrgðarleysi á skaðaverkum sjálfstæðra verktaka í miklu ríkara mæli en norrænir. I ritinu „Restatement of the Law. Torts“ er leitast við að gera kerfis- bundna grein fyrir ólögfestum bandarískum skaðabótarétti. Þar eru m.a. taldar þær undantekningar frá aðalreglunni, sem dómstólar hafa myndað. Undantekningunum er venjulega skipt í þrjá meginflokka, en einungis tveir þeirra skipta máli hér. Annar flokkurinn varðar svo- kallaðar „óframseljanlegar“ skyldur. Þegar „óframseljanleg“ skylda er talin hvíla á verkkaupa, er hann bótaskyldur vegna skaðaverks verktaka, þótt hvorki verkkaupa né starfsmönnum hans verði um tjón kennt. Til hins flokksins teljast reglur um svonefnda eðlislæga hættulega starfsemi. Feli aðili sjálfstæðum verktaka verk, sem telst til slíkrar starfsemi, ber sá fyrrnefndi hlutlæga bótaábyrgð á tjóni vegna sakar af hálfu verktakans. Ábyrgð vegna sakar sjálfstæðra verk- taka í eðlislægri hættulegri starfsemi má ekki blanda saman við hreina 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.