Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Page 55
Ávíð 02 dreif NORRÆNA EMBÆTTISMANNASAMBANDIÐ Dagana 22.—24. ágúst hélt Norræna embættismannasambandið mót eða almennan félagsfund, sem efnt er til á þriggja ára fresti. Að þessu sinni var mótið haldið í Björgvin í Noregi, og tóku rúmlega 200 félagsmenn þátt í því. Aðalumræðuefnið var: „Opinber stjórnsýsla á Norðurlöndum næstu tvo áratugina — ýmis sjónarmið". Framsögumaður var Johan P. Olsen, prófessor við Björgvinjarháskóla. Önnur umræðuefni voru tengd þessu stóra verkefni og má þar telja: „Opin- ber stjórnsýsla og valddreifingin í þjóðfélaginu, einkum afstaða stjórnsýsl- unnartil einstaklingsins", „Þjóðfélagsjáegnarnir og stjórnsýslan", „Meðákvörð- unarréttur í stjórnsýslunni, atvinnulýðræði andspænis pólitísku lýðræði", og „Möguleikarnir sem stjórnsýslulögin veita til að unnt sé að hafa áhrif á ákvarð- anatökur í samfélaginu". Fyrirlesarar voru einkum háskólakennarar, sem starfa við háskóladeildir, er fjalla um stjórnsýsluverkefni. Að loknum erindunum var þátttakendum skipt í umræðuhópa, þar sem margvísleg úrlausnarefni og kenningar um stjórnsýsluna voru brotin til mergjar. ísland er eina landið á Norðurlöndum, sem ekki hefur samþykkt stjórn- sýslulög, hvorki almenn stjórnsýslulög né lög um aðgang almennings eða aðila að stjórnsýslunni. Vinnubrögð stjórnsýslunnar á íslandi standa nokkuð að baki þess, sem er á öðrum Norðurlöndum, og er brýnt, að átak sé gert hér á landi til að þoka stjórnsýslumálum til betri vegar. Áberandi er, að hér á landi skuli ekki vera vottur að atvinnulýðræði, þar sem starfsmönnum er fengin með- ákvörðunarréttur af einhverju tagi. Á fundinum kom fram, að almennur áhugi er á öðrum Norðurlöndum á stjórnsýslunni og ýmsum hliðum hennar, sem ekki verður vart hér á landi. Á stjórnarfundi í tengslum við þennan félagsfund var ákveðið, þar sem margt bendir til þess að sambandið sinni ekki nægilega samnorrænum mál- efnum, að skipa vinnuhóp til þess að gera úttekt á stöðu sambandsins, og gera tillögur að breytingum á störfum þess fyrir næsta félagsfund, sem hald- inn verður á sumri komanda. Þykir m.a. brýnt, að formleg Islandsdeild verði stofnuð, þar sem þátttakendur greiði félagsgjöld, haldnir verði fundir o. fl. Verður tilkynnt sérstaklega síðar, hvernig að þeirri deildarstofnun verður staðið. Til þessa hafa þeir, sem sækja norrænu mótin, valið stjórn eða nefnd til að standa að þessu samstarfi af íslands hálfu. Nú eru í stjórn íslandsdeildarinnar: Baldur Möller formaður, Hjalti Zóphóníasson ritari, Gunnlaugur Claessen ritstjórnarfulltrúi og Guð- mundur Vignir Jósefsson meðstjórnandi. Björgvinjarmótið sóttu stjórnarmenn- irnir að Gunnlaugi Claessen undanskildum. Samtökin, sem standa að norrænu embættismannamótunum, gefa út tímaritið Nordisk Administrativt Tidsskrift. Koma 4 hefti út á ári hverju. Hjalti Zóphóníasson. 149

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.