Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Page 20

Fréttatíminn - 15.06.2012, Page 20
við grillið í allt sumar Þ að sem stendur upp úr er að ég get. Ég hef trú á sjálfri mér,“ segir Matt- hildur Matthíasdóttir, þrítug, einstæð, tveggja dætra móðir. Hún hefur, ásamt fimm- tán öðrum einstæðum mæðrum á endurhæfingarlífeyri, snúið líf sínu til betri vegar á síðasta eina og hálfa árinu. Þær hafa gefið út ljóðabók með á fjórða tug ljóða – 500 eintök – og þær vona að andvirði bókanna komi þeim í Tívolí í Kaupmannahöfn. Það eiga þær svo sannarlega skilið, því þær hafa lokið námi í Kvenna- smiðjunni; námi sem hefur náð að draga margar út úr skel sinni og gefið þeim löngun til frekara náms eða til að vinna. Hjá þeim Matthildi og Jóhönnu Ósk Jóhannsdóttur, 37 ára fimm barna móður, er þakklæti efst í Sextán einstæðar mæður, sem hafa lokið átján mánaða námi í Kvennasmiðjunni, hafa gefið út ljóðabók. Þetta eru ungar konur sem margar hverjar höfðu ekki unnið í mörg ár, höfðu lítið sjálfsálit og litla trú á sjálfa sig. Margar voru einangraðar með börnum heima en hafa snúið lífi sínu til betri vegar síðustu átján mánuði. Þær Matthildur Matthías- dóttir og Jóhanna Ósk Jóhannsdóttir eru í útskriftarhópnum og deila reynslu sinni með lesendum Fréttatímans. „Ég get og hef trú á sjálfri mér“ Þær Jóhanna Ósk Jóhannsdóttir og Matthildur Matthíasdóttir eru að út- skrifast og segja námið hafa breytt lífi sínu. Báðar hafa sett sér stefnu á nám eða vinnu, sem hefði verið þeim óhugs- andi fyrir námið. Mynd/Hari 20 viðtal Helgin 15.-17. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.