Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.06.2012, Page 21

Fréttatíminn - 15.06.2012, Page 21
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ms.is Bragðgóðir ábætisostar Í nýjum umbúðum huga við þessi tímamót: „Stór- kostlegt,“ segir Jóhanna. Báðar voru þær heimavinnandi, án atvinnu, og hafði Jóhanna til að mynda ekki verið á vinnumark- aðnum í sex ár. Matthildur hafði flosnað upp úr ýmsum störfum, en verið heima frá fæðingu yngri dóttur sinnar í ár þegar þær hófu námið. Trúðu ekki á eigin getu Kvennasmiðjan er samstarfsverk- efni velferðarráðuneytisins og Tryggingastofnunar og sjá Náms- flokkar Reykjavíkur um kennsl- una. Þessi hópur er sá fjórtándi sem lýkur náminu en nýr hópur hefur þegar hafið nám. Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokkanna, segir gefandi að starfa við Kvennasmiðjuna. Kenn- ararnir hafi margt lært, til dæmis það að fáum konunum hentar að vinna þétt saman fyrstu mán- uðina. Byggja þurfi upp traust. Það taki sinn tíma að fá þær til að rífa niður varnarmúra sína. Báðar hafa þær Matthildur og Jóhanna fengið sína skelli í lífinu, rétt eins og hinar sextán sem hófu námið fyrir einu og hálfu ári. Tvær luku því ekki. Báðar voru stefnulausar, með afar lágt sjálfsmat og litla trú á eigin getu. Rétt eins og þær flestar. Báðar höfðu einnig barist við fíkn. Matt- hildur hefur í tvö ár verið laus við fíkniefni. Jóhanna Ósk hefur ekki snert áfengi í eitt og hálft ár. Matthildur leitaði eftir því að komast í smiðjuna en Jóhönnu Ósk var boðið að sækja námið þegar hún leitaði eftir styrk hjá félagsráðgjafa sínum til að geta fermt elsta barnið sitt. „Ég var haldin miklum kvíða,“ segir hún. „Ég hafði lokað mig af.“ Matt- hildur segir að hún hafi glímt við þunglyndi: „Æskan mótar mann,“ segir hún. „Hafir þú verið meiddur og ert með sár, þá grær það ekki án þess að skilja eftir sig ör.“ Bakslag kom í námið í fyrstu hjá Jóhönnu þegar hún veiktist. Ástæðan var „alkóhól-lifur,“ eins og hún segir. Það er því lífsspurs- mál að hún haldi sér edrú. Og það hefur tekist. „Sem betur fer var ég að byrja í þessu námi, því það hefur hjálpað mér svo svaka- lega. Ég hef breyst. Sjálfstraustið aukist. Hér áður fór ég varla út í búð án þess að svitna. Ástæðan var skömm yfir því að drekka. Þótt fólkið í búðinni hafi ekki vitað það þá vissi ég það. Það var alveg nóg. Maður var alltaf með grímu,“ segir hún. Talaði ekki um missi sinn „Við höfum allar breyst,“ segir Matthildur. „Maður sér líka hvað þær hafa náð að blómstra sem voru allra mest inni í sér. Þær eru komnar út.“ Þessa átján mánuði hafa mæðurnar komist að leyndum hæfileikum. Til að mynda hefur Jóhanna tekið auka stærðfræ- ðiáfanga, eins og þrjár aðrar í hópnum hafa gert. „Ég tók upp 10. bekk. Ég var mjög léleg í stærðfræði. Jú, ég hafði klárað grunnskóla, en ég náði ekki próf- unum, svo ég tók hann upp. Það er ólýsanlegt fyrir mig að setjast niður og læra þegar ég hef aldrei getað setið kjurr.“ Þær lýstu einbeitingarleysinu fyrstu mánuði námsins og svo hvernig andrúmsloftið í bekkn- um hafi breyst og þær sussað hver á aðra til að læra meira. Og þessi breyting hefur skilað sér. Jóhanna nefnir að nú geti hún hjálpað börnunum með stærð- fræðina. „Ég gat það ekki. Ég kunni þetta ekkert. Þetta nám hefur því skilað þvílíkum ár- angri,“ segir hún. „Svo ég tali fyrir mig. Ég opnaði ekki munninn við einn né neinn áður en ég byrjaði í þessu námi. Þannig leið mér. Ég átti mína sögu og talaði ekki um hana. Nú hef ég lært það. Ég missti pabba stelpnanna minna fyrir tíu árum. Ég talaði ekki um það. Mér fannst það ekki í lagi. En mér finnst það í dag. Ég segi nafnið hans. Eldri dóttir mín er að verða fimmtán ára. Nú fyrst er ég almennilega að hjálpa henni. Ég gat það ekki áður. Ég deyfði mig. Hún var fjögurra ára þegar hann dó og sú yngri sjö mánaða. Sú eldri man og var algjör pabbastelpa. Hún lokaðist í mörg ár,“ segir Jóhanna. Matthildur stefnir í nám Hefðbundin skólafög voru á dag- skrá, eins og enska, stærðfræði, íslenska og heimspeki en einnig lærðu þær að prjóna, hekla, silfur- smíði. Á námskránni var einnig sjálfsstyrking og skapandi skrif svo dæmi séu tekin. „Hver hefði trúað því að ég sæti á laugardags- kvöldi að prjóna,“ segir Matthildur og hlær. „Ég hafði síðast prjónað í grunn- skóla. En ég hafði aldrei áður prjónað lopapeysu.“ Nú eiga þær hvor sína peysuna og hlæja að því að þær ættu að skreyta sig með silfurhringjum eftir þær sjálfar, koma í lopapeysunni með ljóðabók- ina undir hendinni þegar þær út- skrifast í dag, föstudag. Hláturinn fyllir herbergið. „Að hugsa sér,“ En fyrst ég náði að klára þessa átján mán- uði í Kvennasmiðjunni hlýt ég að klára mig. Að ljúka námi, það er áfangi. Því maður á sér þá sögu að hafna áður en aðrir gera það og hætta. Já, það er yndislegt að út- skrifast úr einhverju öðru en meðferð.“ (Matthildur) Framhald á næstu opnu viðtal 21 Helgin 15.-17. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.